Valmynd

Könnunin

Vešurstofa Ķslands

Vegageršin

Dęgradvöl

Vopni stendur ķ ströngu.

Björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Sveinbjörn Sveinsson, fór í fyrradag að sækja bát sem var með bilaðan gír um 33 sjómílur austur af Bjarnarey. Veður á svæðinu var þokkalegt, þar var vestan gola eða kaldi og ekki var talin hætta á ferðum. Tveir menn voru um borði í bátnum. Útkallið tók eitthvað um 8 klst. Farið var úr höfn um 16:00 og komið aftur rétt fyrir kl 24:00. Ekkert amaði að mönnunum og gekk ferðin vel.
Í gær var svo farið út að hólma en þar hafði trilla strandað, vel gekk að ná henni á flot og sigldi hún fyrir eigin vélarafli að bryggju.

Í kvöld var svo farið inn á Vopnafjarðarheiði til að aðstoða tvær konur en þær höfðu fest bíl sinn við neyðarskýlið Sjafnarbúð. Gátu þær kallað eftir hjálp með neyðartalstöð sem þarna er staðsett og var þá farið strax af stað þeim til aðstoðar og gekk það vel

Vešurblķša sķšustu daga.

Það hefur verið einmuna veðurblíða síðustu daga hér á Vopnafirði eins og víðast hvar á norður og austurlandi og náttúran hefur tekið mikinn kipp, svo mikinn að maður hefur séð grasið vaxa. Í gær var ég á ferð með myndavélina og reyndi að fanga stemminguna í góða veðrinu.

Fęršu björgunarsveitinni Vopna veglega gjöf.

Í gær var björgunarsveitinni Vopna afhentir peningar sem söfnuðust á hlutaveltu sem nokkrir vaskir krakka á Vopnafirði stóðu fyrir. Það voru þau Ingibjörg María Konráðsdóttir, Glódís Ingólfsdóttir, Anna Lilja Vigfúsdóttir, Matthildur Ósk Óskarsdóttir og Tómas Guðjónsson sem stóðu sig svo vel og til fyrirmyndar.

Peningaupphæðin sem þau gáfu var 30.614 kr. og munar um minna fyrir sveit eins og Vopna og eiga börnin miklar þakkir skyldar.

Gistiheimiliš Mįvahlķš opnaši formlega ķ dag.

Þau Jóhanna og Guðni opnuðu gistiheimilið Mávahlíð í dag en þar geta þau tekið á móti 12 gestum en 16 þegar allt er orðið klárt. Guðni er í samstarfi við ferðaskrifstofu og ætlar meðal annars að fara með erlenda sem innlenda gesti á sjóstöng og hákarlaveiðar. Þau héldu upp á opnunina í dag og buðu nokkrum gestum að þyggja veitingar og skoða gistiheimilið.
Til hamingju með þetta Jóhanna og Guðni.

Mašur sem leitaš var aš fannst lįtinn.

Trillusjómaðurinn frá Vopnafirði sem leitað hefur verið í dag og í nótt fannst látinn í sjónum um eina og hálfa sjómílu út af Viðvík vestanmegin í Vopnafirði skömmu fyrir tólf á hádegi í dag. Það var björgunarbáturinn Hafbjörg frá Neskaupsstað sem fann manninn.

Um 100 manns frá Landsbjörgu tóku þátt í leitinni ásamt þyrlu, fokkerflugvél og varðskipi Landhelgisgæslunnar.
Bátur mannsins fannst mannlaus uppi í fjöru við norðanverðan Kollumúla í gærkvöldi.

Fęrslusafn frétta

RSS

26.09.2020 | Enski boltinn

Fyrsti sigur United kom eftir lygilega dramatķk

Enski
Enski
Manchester United vann sinn fyrsta leikį tķmabilinu ķ ensku śrvalsdeildinni ķ fótbolta er lišiš heimsótti Brighton į Amex-völlinn ...
Fleiri blogg

FréttaveiturVefumsjón