Valmynd

Könnunin

Vešurstofa Ķslands

Vegageršin

Dęgradvöl

Lundey komin til Vopnafjaršar.

Lundey kom um kl. hálf eitt í nótt með fullfermi af Kolmunna. Þetta er í fyrsta sinn sem Lundey kemur til heimahafnar en HB Grandi festi kaup á skipinu í byrjun árs.


Lundey NS 14 er 47 ára gamalt skip, smíðað í Þýskalandi árið 1960. Byggt var yfir skipið árið 1974 og það var svo endurnýjað árið 1998. Lundey NS hét upphaflega Narfi RE svo Jón Kjartansson SU og síðan Guðrún Þorkelsdóttir SU

Nú er verið að landa úr skipinu og gengur það vel en í dag kl. 16:00 verður Vopnfirðingum boðið að skoða skipið en það heldur aftur til veiða um kl 18

Bķll śtaf į Hellisheiši.

Í gær var björgunarsveitin Vopni fengin til að aðstoða erlenda ferðamenn sem höfðu misst bílinn sinn útaf á Hellisheiði Eystri vegna hálku. Var bíllinn dreginn með spili upp á veginn aftur og síðan var settur spotti á milli bílsins og björgunartækis sem hékk í bílnum á leið niður heiðina...
Meira

Kalt ķ vešri nęstu daga

Nú er kalt á Norður og Austurlandi og farfuglarnir heyja baraátuna við norðangarrann og frostið. Nú eru flestir farfuglarnir komnir hingað en það eru miklar sveiflur í veðri sem gerir fuglunum erfitt fyrir. Í síðustu viku var 20 stiga hiti og sól en nú er víða við frostmark eða frost. Álftirnar sem voru farnar inn til heiða á varpstöðvarnar eru nú hálf frosnar í vökum og hálf napurt á að líta og lítið vorlegt. Svona veðri er spáð alla þessa viku þannig að eitthvað verða fuglar að doka með varpið ef ekki á að fara illa.

Handboltaęfingar.

Undanfarna daga hafa þeir Magnús Friðrik Einarsson og Vilhjálmur Leví Egilson, handboltamenn úr Aftureldingu, verið með handboltaæfingar í íþróttahúsinu. Þetta hefur mælst vel fyrir hjá ungdómnum í þorpinu sem hefur mætt vel á þessar æfingar enda voru þeir Magnús og Vilhjálmur alveg frábærir og náðu vel til krakkana.

Landsbankahlaupiš endurvakiš

Í tilefni 120 ára afmælis Landsbankans var hið sögufræga Landsbankahlaup endurvakið í dag, 5. maí. Hlaupið var haldið með samræmdu sniði um allt land þ.e. á einum stað...
Meira
Fęrslusafn frétta

RSS

26.09.2020 | Enski boltinn

Mörkin: Lygilegur fyrsti sigur Man. United

Enski
Enski
Manchester United vann sinn fyrsta leikį tķma­bil­inu ķ ensku śr­vals­deild­inni ķ fót­bolta er lišiš heim­sótti Bright­on į Amex-...
Fleiri blogg

FréttaveiturVefumsjón