Valmynd

Könnunin

Vešurstofa Ķslands

Vegageršin

Dęgradvöl

Kolmunna landaš į Vopnafirši.

Í gær landaði Ingunn AK 100 tæpum nítjánhundruð tonnum af kolmunna á Vopnafirði og þegar þetta er skrifað bíður Lundey NS 14 eftir flóðinu til að komast inn til löndunar en hún er einnig með fullfermi af Kolmunna. Faxi RE er á landleið með fullfermi og er væntanlegur á morgun.


Það var ekki sumarlegt þegar Lundey kom í morgun en það hafði snjóað töluvert í fjöll í nótt og ef þetta væri Esjan í bakgrunn en ekki Krossavíkurfjöll þætti þetta líklega nokkuð fréttnæmt 27.júní.

Sunnubergiš selt

Gengið hefur verið frá sölu á uppsjávarveiðiskipinu Sunnubergi NS úr landi og var skipið afhent nýjum eigendum í vikunni, að því er Rúnar Þór Stefánsson, útgerðarstjóri hjá HB Granda hf., sagði í samtali við nýjustu Fiskifréttir. Söluverð Sunnubergsins er 900 þúsund dollarar eða 56 milljónir íslenskra króna. B.P. skip ehf. önnuðust söluna á skipinu en leynd hvílir yfir því hver kaupandinn er. ,,Kaupandinn óskaði eftir því að nafn hans yrði ekki gefið upp og við virðum það. Við vitum heldur ekki nákvæmlega í hvaða verkefni skipið fer en rætt var um að það færi til veiða við Afríku," sagði Helgi Jacobsen hjá B.P. skipum ehf. við Fiskifréttir er leitað var nánari upplýsinga hjá honum

Hįtķšardagskrį fór vel fram į Vopnafirši.

Hátíðardagskrá á Vopnafirði fór vel fram í góðu veðri á Skólalóðinni og sparkvellinum. Aðalbjörn Björnsson hélt hátíðarræðu og Vala Karen Gunnarsdóttir fjallkona las ljóð eftir Erlu frá Teigi. Eftir það færðist dagskráin á sparkvöllinn þar sem tekist var á í leikjum og þrautum.

Handverkshśsiš nema hvaš 10 įra.

Í gær var haldið upp á 10 ára stafsafmæli hjá Handverkshúsinu nema hvað en þar hafa starfað hátt í 20 manns að ýmsu handverki. Um 70 manns heimsóttu handverksfólk í gær og sagði Astrid Örn að það hefði glatt þau mikið að svona margir bæjabúar hefðu komið og glaðst með þeim á þessum tímamótum og gert þennan dag skemmtilegan.

Í sumar verður opið frá 1400 til 1800 alla daga nema sunnudaga og mánudaga. Á föstudögum verður opið kaffihús þar sem boðið verður upp á alvöru kaffitertur.

Morgunstund gefur gull ķ mund.

Kvennahlaup Sjóvá og ÍSÍ hófst í morgun og hlupu konur á Vopnafirði klukkan ellefu. Góð þátttaka var eins og verið hefur undanfarin ár enda vandfundinn sá staður sem betra er að stunda útivist og hreyfingu en einmitt á Vopnafirði. Umhverfið skemmir ekki heldur en bærinn skartar sýnu fegursta um þessar mundi í veðurblíðunni sem er á Austurlandi þessa stundina.
Fęrslusafn frétta

RSS

26.09.2020 | Enski boltinn

Mörkin: Lygilegur fyrsti sigur Man. United

Enski
Enski
Manchester United vann sinn fyrsta leikį tķma­bil­inu ķ ensku śr­vals­deild­inni ķ fót­bolta er lišiš heim­sótti Bright­on į Amex-...
Fleiri blogg

FréttaveiturVefumsjón