Valmynd

Könnunin

Vešurstofa Ķslands

Vegageršin

Dęgradvöl

Ljósmyndasżning opnuš ķ Kauvangi

Á morgun, fimmtudag 12.júlí kl. 20:30 verður opnuð með formlegum hætti ljósmyndasýning er kallast Vopnafjörður - Plássið og gamla höfnin og tekur til horfna tíð á Vopnafirði, alls 104 myndir....
Meira

Góš hįkarlaveiši.

Það hefur verið ágæt hákarlaveiði á Vopnafirði undanfarið og í nótt komu feðgarnir Hreinn Björgvins og Björgvin Hreinsson á Eddunni með fjóra væna hákarla að landi. Fengust þeir við norðanverðan fjörðinn en þar höfðu þeir lagt línu með 8 krókum. Björgvin sagði að einn hákarlana hefði að vísu ekki bitið á krókinn heldur flækt sporðinn í línunni og fest sig þannig.
Þetta voru stórir delar, fimmtán eða sextán fet að lengd og sverir.

Einherji gerši jafntefli viš 6.aprķl

Í fyrradag var spilaður leikur í Malarvinnslubikarnum en þar áttust við Einherji og 6.apríl. Leiknum lauk með jafntefli 2-2.
Matti eða Marteinn Vigfússon skoraði annað markið en ég er bara alls ekki viss hvað hinn markaskorarinn heitir en hann er frá Þórshöfn en nokkrir strákar frá Þórshöfn styrkja liðið í sumar. Endilega þeir sem vita hvað þessir strákar heita komentera á myndirnar.

Stórt tré fjarlęgt.

Það er stundum nauðsynlegt að grisja skóg og jafnvel á Vopnafirði kemur það fyrir. Ingi nokkur, oft kenndur við Skjaldþingstaði, lét fjarlægja stórt tré úr garðinum við Birkihlíð á dögunum og dugði ekkert minna en stóri kraninn hans Eyjólfs.

Fjölskyldudagur HB Granda.

Í dag var haldin fjölskyldudagur HB Granda hér á Vopnafirði í blíðskaparveðri en ekkert minna en félagsheimilið dugði undir gleðskapinn enda þátttaka með besta móti. Það var ýmislegt til skemmtunar á svæðinu m.a. var hoppukastali og félagar úr hestamannafélaginu Glófaxa voru með hesta og leyfðu börnunum að fara á hestbak. Farið var í leiki, grillað og allir krakkar fengu blöðrur. Heppnaðist þetta vel og allir sammála um að þetta hefði verið gaman.
Fęrslusafn frétta

RSS

26.09.2020 | Enski boltinn

Fyrsti sigur United kom eftir lygilega dramatķk

Enski
Enski
Manchester United vann sinn fyrsta leikį tķmabilinu ķ ensku śrvalsdeildinni ķ fótbolta er lišiš heimsótti Brighton į Amex-völlinn ...
Fleiri blogg

FréttaveiturVefumsjón