Valmynd

Könnunin

Vešurstofa Ķslands

Vegageršin

Dęgradvöl

Allt į floti

Ķshśstjörnin flęšir yfir bakka sķna.
Ķshśstjörnin flęšir yfir bakka sķna.
Sumarið er búið að vera dálítið öðruvísi en maður hefur átt að venjast hér á þessum dásamlega stað Vopnafirði. Það byrjaði vel þannig séð, í júní fór hitinn upp í svona 10 11 stig og sólin skein öðru hvoru. Svo kom júlí og allir vongóðir þar til að það gránaði niður í miðjar hlíðar um hásumar, þá fór væntingastuðullinn þverrandi....
Meira

Karlakór Dalvķkur į Vopnafirši 1. maķ

Karlakór Dalvķkur
Karlakór Dalvķkur
Um næstu helgi verður Karlakór Dalvíkur með söngskemmtanir á Austurlandi. Föstudaginn 1. maí heimsækir kórinn Vopnafjörð og þá sérstaklega Múlastofu sem þar er til minningar um þá bræður Jónas og Jón Múla, en dagskrá kórsins er sótt í smiðju þeirra bræðra....
Meira

Įshįtķš Vopnafjaršarskóla 2015

Bryndķs og Broddi setja hįtķšina
Bryndķs og Broddi setja hįtķšina
27.03.2015 er föstudagur, árshátíð Vopnafjarskóla er haldin þennan dag. Að venju var mikið um flott atriði á hátíðinni sem krakkarnir höfðu lagt mikla vinnu í að gera sem glæsilegust. Margar stjörnur framtíðarinnar stigu á svið og skemmtu hinum fjölmörgu sem lögðu leið sína í félagsheimilið Miklagarð þennan dag. Ég tróð mér fremst og tók nokkrar myndir sem hægt er að sjá hér

Glešilegt įriš

Glešilegt įriš kęru Vopnfiršingar
Glešilegt įriš kęru Vopnfiršingar

Ég vil óska öllum Vopnfirðingum nær og fjær gleðilegs nýs árs.  Árið sem var að klárast var nokkuð gott ár þó að Skaupið hafi gefið annað til kynna :)  Árið sem er að byrja er svolítið sérstakt í mínum huga því að ég er þá er ég búinn að eiga heima á Vopnafirði í 24 ár. Í apríl verð ég s.s. búinn að búa lengur á Vopnafirði en annars staðar. Það er gott að búa hér á Vopnafirði og ég á stundum erfitt að skilja þá sem héðan fara til að búa annars staðar en það eru jú margar ástæður sem búa að baki. Ég vona að ykkur farnist vel á komandi ári, árum , ég held áfram að búa á mínum uppáhaldsstað, Vopnafirði.

Minkahśs viš Hrķsa eyšilagšist ķ miklu roki ķ nótt

« 1 af 4 »

Það gekk eitthvað á þegar stórt þak rifnaði af minkahúsi við bæinn Hrísa í Vopnafirði síðustu nótt og fauk út um víðan völl. Það vildi svo vel til að bóndinn hafið tæmt húsið af mink fyrir tveimur dögum og því voru engin dýr í húsinu þegar þakið tættist af.

Þetta gerðist trúlega um fimmleitið í morgun en þá var veðrið verst undir fjöllunum. Ekkert tjón varð á fólki í þessu veðri og þykir það vel sloppið.

Vopni var kallaður út í morgun þegar birti og til að tryggja að ekki yrði freka tjón en þakplötur lágu eins og hráviður um allt og var þeim safnað saman og settar á vörubíl.

Fęrslusafn frétta

RSS

25.10.2020 | Enski boltinn

Gylfi ber fyrirlišabandiš

Enski
Enski
GylfiŽór Siguršsson er ķ byrjunarliši Everton sem heimsękir Southampton ķ ensku śrvalsdeildinni ķ knattspyrnu klukkan 14 ķ dag. Že...
Fleiri blogg

FréttaveiturVefumsjón