Valmynd

Könnunin

Veðurstofa Íslands

Vegagerðin

Dægradvöl

Konu bjargað úr brennandi húsi.

Í nótt kviknaði í húsi við Kolbeinsgötu á Vopnafirði. Logaði eldur á stigagangi á efrihæð hússins. Slökkvilið Vopnafjarðar slökkti eldinn á skömmum tíma. Ein kona var í húsinu og var henni bjargað út um glugga á efri hæðinni. Töluverðar skemmdir og eignatjón varð af völdum elds og reyks. Konan var flutt á heilsugæsluna á Vopnafirði til skoðunar en hana sakaði ekki.
(myndin tengist ekki brunanum í nótt)

Fagurt á Fjöllum.

Það var ekki amalegt að þeysast um á jeppum yfir fjöll og firnindi í dag. Færið var bara gott, mikið af snjó og allir fengu það sem þeir vildu, festur, skakstur, bilanir og bara allur pakkinn....
Meira

Laug til um nauðgun og fer í fangelsi

Tuttugu og eins árs kona var í dag dæmd í níu mánaða fangelsi í Héraðsdómi Austurlands í dag, þar af sjö mánuði skilorðsbundið, fyrir að hafa kært mann fyrir nauðgun sem...
Meira

Upphafsloðnukvóti gefinn út

Sjávarútvegsráðuneyti hefur borist tillaga frá Hafrannsóknastofnuninni um að leyfilegur upphafsafli í loðnu verði ákveðinn 180 þúsund lestir. Af þessum heildarafla koma rúmar 143 þúsund lestir í hlut íslenskra skipa.

Jafnframt hefur ráðuneytið að tillögu Hafrannsóknarstofnunarinnar ákveðið að veiðar með flotvörpu verði einungis heimilaðar á sama svæði og á síðustu vertíð.

HB Grandi stofnar útgerðarfélag í Hollandi.

HB Grandi hf. mun stofna dótturfyrirtækið Atlantic Pelagic B.V. í Hollandi. Atlantic Pelagic mun kaupa uppsjávarfrystiskipið Engey af HB Granda og gera skipið út til veiða á makríl, hrossamakríl, sardínu og sardínellu úti fyrir ströndum Afríku. Atlantic Pelagic mun vinna í nánu samstarfi við hollenska...
Meira
Færslusafn frétta

RSS

06.12.2019 | Enski boltinn

Chelsea sakar FIFA umósanngirni

Enski
Enski
Enska knattspyrnuliðið Chelsea sakar Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA um ósanngirni og mismunun í sinn garð, vegna þeirrar ákvörðu...
Fleiri blogg

Fréttaveitur



Vefumsjón