Vopni í verkefni í dag.
Til þess nota þeir tækni sem byggist á sendum og móttökubúnaði sem er staðsettur á háttsettum stöðum víða í kringum landið. þessi búnaður bilar ekki bara þegar best er að gera við hann og í dag kom beiðni frá Vaktstöð Siglinga vegna búnaðar á Hellisheiði Eystri sem ekki var að gera það sem ætlast er til af honum. Björgunarsveitin Vopni var fengin til að fara upp á heiðina með varahluti og skipta um búnað.
Veðrið í Vopnafirði var ágætt í dag, norðan gola og 4 stiga hiti svo verkefnið virtist ekki flókið eða erfitt. En þegar komið er upp í rúmlega 700 metra yfir sjáfarmál þá er verið að tala um allt annað mál. Þar var allt á kafi í snjó, skafrenningur og frost og leiðinda færi fyrir jeppa sem var þó á 40 tommu loftlitlum dekkjum. En eftir 5 tíma bras var búnaðurinn kominn í lag og menn komnir til byggða eftir velheppnaðan leiðangur. Þeir sem fóru þessa ferð stóðu sig vel og eiga heiður skilið fyrir vikið.
Fleiri fréttir
- 13. desember 2019
Mikil vinna við að koma rafmangi á að nýju á norðausturlandi. - 11. desember 2019
Veður skaplegt á Vopnafirði. - 03. desember 2019
Hiti í byrjun aðventu - 28. nóvember 2019
Síðustu geislar sólar þetta árið. - 23. nóvember 2019
Að veiða eða veiða ekki. - 22. nóvember 2019
Fært yfir Selá - 14. nóvember 2019
Rjúpan friðuð á Vopnafirði. - 13. nóvember 2019
1800 tonn af fiskmjöli send í pokum frá Vopnafirði til Canada. - 22. september 2016
Venus aflahæsta skip flotans - 05. júní 2016
Gleðilegan Sjómannadag. - 18. mars 2016
Árshátið Vopnafjarðarskóla 2016 - 31. janúar 2016
Unglingadeild Vopna - 03. október 2015
Tveir í "slipp" - 26. ágúst 2015
Skjólfjörur í Vopnafirði - 07. ágúst 2015
Leifarnar af göngubrúnni teknar niður.