Vopnfirskir unglingar láta til sín taka
Undanfarin ár hafa unglingarnir í æskulýðsfélagi Hofsprestkalls – Kýros - á Vopnafirði vakið athygli fyrir frumkvæði og dugnað. Þar stendur hæst Vinavikan á haustin og nú ætla unglingarnir að standa fyrir æskulýðsmessu og árlegri kaffisölu. Messan verður með nýstárlegu sniði með áherslu á fjölbreytt tónlistar-og leikatriði á léttum nótum með gleðina í fyrirrúmi, þar sem margir koma fram ásamt kirkju-og barnakórnum. Þema dagsins er „Gerið gleði mína fullkomna“ og munu unglingarnir skreyta kirkjuna og safnaðarheimilið í takt við það með blöðrum, brosköllum og litríkum borðum.
Eftir messu verður árleg kaffisala æskulýðsfélagsins í safnaðarheimili Vopnafjarðarkirkju. Allur ágóðinn af kaffisölunni rennur óskiptur til hjálpar þrælabörnum á Indlandi. Málefnið völdu unglingarnir og þau sjá um allan undirbúning fyrir messuna og kaffisöluna og leggja mikið að mörkum.
Með framtakinu finna unglingarnir, að þau geta haft áhrif til góðs með með því að láta til sína taka, auðgað mannlífið á Vopnafirði og glætt von um betri heim og bjarta framtíð.
Eftir messu verður árleg kaffisala æskulýðsfélagsins í safnaðarheimili Vopnafjarðarkirkju. Allur ágóðinn af kaffisölunni rennur óskiptur til hjálpar þrælabörnum á Indlandi. Málefnið völdu unglingarnir og þau sjá um allan undirbúning fyrir messuna og kaffisöluna og leggja mikið að mörkum.
Með framtakinu finna unglingarnir, að þau geta haft áhrif til góðs með með því að láta til sína taka, auðgað mannlífið á Vopnafirði og glætt von um betri heim og bjarta framtíð.
Fleiri fréttir
- 13. desember 2019
Mikil vinna við að koma rafmangi á að nýju á norðausturlandi. - 11. desember 2019
Veður skaplegt á Vopnafirði. - 03. desember 2019
Hiti í byrjun aðventu - 28. nóvember 2019
Síðustu geislar sólar þetta árið. - 23. nóvember 2019
Að veiða eða veiða ekki. - 22. nóvember 2019
Fært yfir Selá - 14. nóvember 2019
Rjúpan friðuð á Vopnafirði. - 13. nóvember 2019
1800 tonn af fiskmjöli send í pokum frá Vopnafirði til Canada. - 22. september 2016
Venus aflahæsta skip flotans - 05. júní 2016
Gleðilegan Sjómannadag. - 18. mars 2016
Árshátið Vopnafjarðarskóla 2016 - 31. janúar 2016
Unglingadeild Vopna - 03. október 2015
Tveir í "slipp" - 26. ágúst 2015
Skjólfjörur í Vopnafirði - 07. ágúst 2015
Leifarnar af göngubrúnni teknar niður.