Vinakveðja frá krökkunum í æskulýðsfélagi Hofsprestakalls
Góðan daginn Okkur í æskulýðsfélaginu langar til að vekja athygli á öllu því sem við erum búin að gera hérna á Vopnafirði á vinavikunni. Við erum búin að skreyta öll fyrirtæki og koma fólki á óvart með skreyta hús og bíla með hjörtum og vinalegum kveðjum.
Á miðvikudaginn löbbuðu við í hús og buðum öllum upp á kex og sungum eða dönsuðum fyrir fólk. Svo á fimmtudaginn höfum við fengið nær alla krakka á Vopnafirði í leikskólanum og grunnskólanum til að koma í skrúðgöngu með okkur. Þetta hefur vakið mikla athygli hjá íbúum bæjarins og þar á meðal ætlar sveitastjórinn sjálfur og fleiri að ganga með okkur.
Á föstudaginn verðum við með ýmsar óvæntar uppákomur þar á meðal ætlum við að hjálpa fólki að raða í poka, bjóða upp á frítt knús o.fl. Einnig ætlum við heimsækja fólkið á hjúkrunarheimilinu.
Á sunnudaginn verður árlegt Kærleiksmaraþon æskulýðsfélagins Kýrosar. Þá munum við ganga í hús og bjóða hjálp okkar við ýmis húsverk og þá verður opið hús í safnaðarheimilinu, þar sem við gefum öllum vöfflur, kaffi og djús – ókeypis.
Okkur þætti vænt um ef það væri hægt að vekja athygli á öllu því sem við höfum verið að vinna að. Það er líka mjög skemmtilegt fyrir fólk að taka þátt í þessu. Svo mælum við með því að fólk sýni það besta í sér í þessari viku og alla aðra daga, t.d. með því að brosa, heilsa og vera jákvæð
Vinakveðja frá Vopnfirði
Matthildur - 846 6467
Heiðar- 868 9750
Karítas Anja
Á miðvikudaginn löbbuðu við í hús og buðum öllum upp á kex og sungum eða dönsuðum fyrir fólk. Svo á fimmtudaginn höfum við fengið nær alla krakka á Vopnafirði í leikskólanum og grunnskólanum til að koma í skrúðgöngu með okkur. Þetta hefur vakið mikla athygli hjá íbúum bæjarins og þar á meðal ætlar sveitastjórinn sjálfur og fleiri að ganga með okkur.
Á föstudaginn verðum við með ýmsar óvæntar uppákomur þar á meðal ætlum við að hjálpa fólki að raða í poka, bjóða upp á frítt knús o.fl. Einnig ætlum við heimsækja fólkið á hjúkrunarheimilinu.
Á sunnudaginn verður árlegt Kærleiksmaraþon æskulýðsfélagins Kýrosar. Þá munum við ganga í hús og bjóða hjálp okkar við ýmis húsverk og þá verður opið hús í safnaðarheimilinu, þar sem við gefum öllum vöfflur, kaffi og djús – ókeypis.
Okkur þætti vænt um ef það væri hægt að vekja athygli á öllu því sem við höfum verið að vinna að. Það er líka mjög skemmtilegt fyrir fólk að taka þátt í þessu. Svo mælum við með því að fólk sýni það besta í sér í þessari viku og alla aðra daga, t.d. með því að brosa, heilsa og vera jákvæð
Vinakveðja frá Vopnfirði
Matthildur - 846 6467
Heiðar- 868 9750
Karítas Anja
Fleiri fréttir
- 13. desember 2019
Mikil vinna við að koma rafmangi á að nýju á norðausturlandi. - 11. desember 2019
Veður skaplegt á Vopnafirði. - 03. desember 2019
Hiti í byrjun aðventu - 28. nóvember 2019
Síðustu geislar sólar þetta árið. - 23. nóvember 2019
Að veiða eða veiða ekki. - 22. nóvember 2019
Fært yfir Selá - 14. nóvember 2019
Rjúpan friðuð á Vopnafirði. - 13. nóvember 2019
1800 tonn af fiskmjöli send í pokum frá Vopnafirði til Canada. - 22. september 2016
Venus aflahæsta skip flotans - 05. júní 2016
Gleðilegan Sjómannadag. - 18. mars 2016
Árshátið Vopnafjarðarskóla 2016 - 31. janúar 2016
Unglingadeild Vopna - 03. október 2015
Tveir í "slipp" - 26. ágúst 2015
Skjólfjörur í Vopnafirði - 07. ágúst 2015
Leifarnar af göngubrúnni teknar niður.