VINAKVEÐJA FRÁ VOPNAFIRÐI – við lok vinaviku
Vinavika var á Vopnafirði á vegum æskulýðsfélags Hofsprestakalls og lauk í gær með kærleiksmaraþoni æskulýðsfélagsin Hofsprestakalls og guðsþjónustu í Vopnafjarðarkirkju þar sem unglingarnir tóku virkan þátt.
Unglingarnir stóðu fyrir ýmsum viðburðum sem minntu á gildi vináttu og kærleika. Fyrirtæki voru skreytt, íbúar fengum óvænt skilaboð að morgni dags, farið var í fjölmenna skrúðgöngu og á föstudaginn aðstoðuðu unglingarnir fólk við verslunarinnkaup, gáfu barmerki sem á stóð „Ég er vinur" og föðmuðu fólk. Það er óhætt að segja að margir hafi hreinlega bráðnað í faðmi krakkanna.
Vikunni lauk með árlegu kærleiksmaraþoni sem fólst í því að ganga í hús og bjóða fram aðstoð sína við heimilisverkin. Þá var opið hús í safnaðarheimili Vopnafjarðarkirkju, þar sem boðið var upp á vöfflur, kaffi og djús - allt ókeypis. Fólki gafst kostur að láta þvo bílana sína og börnin fengu andlitsmálun.
Í guðsþjónustunni tóku unglingarnir virkan þátt og buðu svo öllum upp á spaghettí og brauð á eftir. Við upphaf guðsþjónustuna var lesin kveðja frá biskupi Íslands, sr. Karli Sigurbjörnssyni, þar sem hann þakkaði unglingum fyrir vinavikuna og framlag þeirra og að minna okkur á hin sönnu verðmæti lífsins vináttuna og kærleikann, umhyggjuna og gleðina á tímum þegar mikil reiði, sorg og óvild er í samfélagi okkar hér á Íslandi (sbr. neðangreint). Á annað hundrað manns komu í kirkjuna og nutu vináttu með unglingunum og góðgjörða þeirra
Kveðja frá biskupi Íslands sr. Karli Sigurbjörnssyni
Kæru vinir í Vopnafirði. Þakka ykkur fyrir vinavikuna! Frásagnirnar af
vinavikunni sem ég hef heyrt og lesið í fjölmiðlum, hafa hrifið mig og svo
marga um land allt og borið okkur öllum svo hlýju, birtu og von. Ég vil
þakka þetta frábæra framtak æskulýðsfélags kirkjunnar og sóknarprestsins og
þeim mörgu sem hafa tekið undir með þeim og stutt þau með ráðum og dáð til
að bera boðskapinn og áhrifin áfram út í samfélagið. Það er ómetanlega
dýrmætt að vera minntur á hin sönnu verðmæti lífsins vináttuna og
kærleikann, umhyggjuna og gleðina. Það hafið þið gert með framtaki ykkar.
Það er mikil sorg, reiði og óvild í samfélagi okkar hér á Íslandi. Vinátta
er vegur til friðar og sáttar, vegna þess að vinátta byggir á trausti. Á
tímum sífellt yfirborðslegri samskipta er vinátta ekki auðfundin. En sönn
vinátta er lækning við kaldhæðni sem er andstæða trúar og vonar. Mál vináttu
og kærleika skilja allir, það rýfur hindranir ótta, tortryggni og fyrirvara.
Látum það mál og áhrif berast á milli okkar og til allra sem á vegi okkar
verða.
Guð blessi ykkur öll, kæru vinir.
Karl Sigurbjörnsson.
Með framtaki sínu hafa unglingarnir sýnt með áþreifanlegum hætti gildi
vináttunnar og kærleikans og á Vopnafirði höfum við fundið orð Páls postula
rætast: „Því nú varir trú, von og kærleikur, en þeirra er kærleikurinn
mestur." (Kor. 13:13)
kær kveðja,
Stefán Már Gunnlaugsson
sóknarprestur Hofsprestakalls
Fleiri fréttir
- 13. desember 2019
Mikil vinna við að koma rafmangi á að nýju á norðausturlandi. - 11. desember 2019
Veður skaplegt á Vopnafirði. - 03. desember 2019
Hiti í byrjun aðventu - 28. nóvember 2019
Síðustu geislar sólar þetta árið. - 23. nóvember 2019
Að veiða eða veiða ekki. - 22. nóvember 2019
Fært yfir Selá - 14. nóvember 2019
Rjúpan friðuð á Vopnafirði. - 13. nóvember 2019
1800 tonn af fiskmjöli send í pokum frá Vopnafirði til Canada. - 22. september 2016
Venus aflahæsta skip flotans - 05. júní 2016
Gleðilegan Sjómannadag. - 18. mars 2016
Árshátið Vopnafjarðarskóla 2016 - 31. janúar 2016
Unglingadeild Vopna - 03. október 2015
Tveir í "slipp" - 26. ágúst 2015
Skjólfjörur í Vopnafirði - 07. ágúst 2015
Leifarnar af göngubrúnni teknar niður.