Um 3500 tonn af síld til Vopnafjarðar.
Nú eru eftir um 9.200 tonn af hinum norsk-íslenska
síldarkvóta HB Granda. Þar af er heimilt að veiða um 3.400 tonn í
norskri lögsögu og 3.100 tonn má færa yfir á næsta ár gerist þess þörf.
Heldur hefur saxast á síldarkvótann upp á síðkastið þótt tíðarfarið hafi gert mönnum erfitt fyrir við veiðarnar.
Landað var úr Lundey NS á Vopnafirði í gær, alls tæplega 1.400 tonnum, og fór sá afli til bræðslu. Þá eru Faxi RE og Ingunn AK á leið til Vopnafjarðar með afla.
Samkvæmt upplýsingum Vilhjálms Vilhjálmssonar, deildarstjóra uppsjávarsviðs HB Granda, er Faxi RE á landleið með rúmlega 800 tonn af síld og er skipið væntanlegt til Vopnafjarðar um miðnætti í kvöld. Ingunn AK er sömuleiðis á landleið með um 1.300 tonna afla og er von á skipinu til hafnar á Vopnafirði í fyrramálið.
Mikil lægð er nú stödd austur af landinu og horfur á brælu næstu tvo dagana í hafinu milli Íslands og Noregs. Vilhjálmur segir að bræla sé hjá Faxa og Ingunni en bæði skipin sigldu vestur þegar þau lögðu af stað í gærmorgun og eru þau nú á lensi.
Að sögn Vilhjálms er gert ráð fyrir að Ingunn og Lundey haldi næst til síldveiða við Noreg en Faxi reyni við íslensku sumargotssíldina á heimamiðum.
Heldur hefur saxast á síldarkvótann upp á síðkastið þótt tíðarfarið hafi gert mönnum erfitt fyrir við veiðarnar.
Landað var úr Lundey NS á Vopnafirði í gær, alls tæplega 1.400 tonnum, og fór sá afli til bræðslu. Þá eru Faxi RE og Ingunn AK á leið til Vopnafjarðar með afla.
Samkvæmt upplýsingum Vilhjálms Vilhjálmssonar, deildarstjóra uppsjávarsviðs HB Granda, er Faxi RE á landleið með rúmlega 800 tonn af síld og er skipið væntanlegt til Vopnafjarðar um miðnætti í kvöld. Ingunn AK er sömuleiðis á landleið með um 1.300 tonna afla og er von á skipinu til hafnar á Vopnafirði í fyrramálið.
Mikil lægð er nú stödd austur af landinu og horfur á brælu næstu tvo dagana í hafinu milli Íslands og Noregs. Vilhjálmur segir að bræla sé hjá Faxa og Ingunni en bæði skipin sigldu vestur þegar þau lögðu af stað í gærmorgun og eru þau nú á lensi.
Að sögn Vilhjálms er gert ráð fyrir að Ingunn og Lundey haldi næst til síldveiða við Noreg en Faxi reyni við íslensku sumargotssíldina á heimamiðum.
Fleiri fréttir
- 13. desember 2019
Mikil vinna við að koma rafmangi á að nýju á norðausturlandi. - 11. desember 2019
Veður skaplegt á Vopnafirði. - 03. desember 2019
Hiti í byrjun aðventu - 28. nóvember 2019
Síðustu geislar sólar þetta árið. - 23. nóvember 2019
Að veiða eða veiða ekki. - 22. nóvember 2019
Fært yfir Selá - 14. nóvember 2019
Rjúpan friðuð á Vopnafirði. - 13. nóvember 2019
1800 tonn af fiskmjöli send í pokum frá Vopnafirði til Canada. - 22. september 2016
Venus aflahæsta skip flotans - 05. júní 2016
Gleðilegan Sjómannadag. - 18. mars 2016
Árshátið Vopnafjarðarskóla 2016 - 31. janúar 2016
Unglingadeild Vopna - 03. október 2015
Tveir í "slipp" - 26. ágúst 2015
Skjólfjörur í Vopnafirði - 07. ágúst 2015
Leifarnar af göngubrúnni teknar niður.