Stóri hálendishringurinn
Á fimmtudaginn var farið í ferð á nokkrum jeppum yfir hálendi Íslands.
Safnast var saman á Egilstöðum og haldið þaðan sem leið lá upp á Fljótsdalsheiði og upp að Snæfellsskála. Þaðan var haldið fram hjá Þjófahnjúkum og farið upp Eyjabakkajökul í átt að Grímsfjalli og þar var gist í skála jöklaransóknafélags íslands. Morguninn eftir var haldið af fjallinu og niður af Tungnárjökli og komið við í Jökulheimum en þaðan var haldið fram hjá Ljósufjöllum í átt að Hrauneyjum og þar tekin olía.
Safnast var saman á Egilstöðum og haldið þaðan sem leið lá upp á Fljótsdalsheiði og upp að Snæfellsskála. Þaðan var haldið fram hjá Þjófahnjúkum og farið upp Eyjabakkajökul í átt að Grímsfjalli og þar var gist í skála jöklaransóknafélags íslands. Morguninn eftir var haldið af fjallinu og niður af Tungnárjökli og komið við í Jökulheimum en þaðan var haldið fram hjá Ljósufjöllum í átt að Hrauneyjum og þar tekin olía.
þegar búið var að tanka var farið yfir Þjórsá í átt að Hofsjökli en þar stendur skálinn í Setri í eigu 4x4 klúbbsins og þar var áð yfir nótt.
Á laugardaginn var farið austur fyrir Hofsjökul um Hvíslárveitur í átt að Laugarfelli en þar var grillað dýrindis fjallalamb að hætti Fjalladýrðar á Fjöllum en yfir kokkur var engin annar en Villi í Möðrudal. Svo fór mannskapurinn í laugina til að skola af sér jöklarykið þrátt fyrir að úti væri 15 stiga frost og töluverður vindur. Morguninn eftir var farið til austurs í átt að Bárðardal og farið þar niður og Þjóðvegurinn ekinn heim á leið.
Í þessari ferð voru félagar í 4x4 klúbbnum á Austurlandi og björgunarsveitarmenn frá Vopnafirði.
Fleiri fréttir
- 13. desember 2019
Mikil vinna við að koma rafmangi á að nýju á norðausturlandi. - 11. desember 2019
Veður skaplegt á Vopnafirði. - 03. desember 2019
Hiti í byrjun aðventu - 28. nóvember 2019
Síðustu geislar sólar þetta árið. - 23. nóvember 2019
Að veiða eða veiða ekki. - 22. nóvember 2019
Fært yfir Selá - 14. nóvember 2019
Rjúpan friðuð á Vopnafirði. - 13. nóvember 2019
1800 tonn af fiskmjöli send í pokum frá Vopnafirði til Canada. - 22. september 2016
Venus aflahæsta skip flotans - 05. júní 2016
Gleðilegan Sjómannadag. - 18. mars 2016
Árshátið Vopnafjarðarskóla 2016 - 31. janúar 2016
Unglingadeild Vopna - 03. október 2015
Tveir í "slipp" - 26. ágúst 2015
Skjólfjörur í Vopnafirði - 07. ágúst 2015
Leifarnar af göngubrúnni teknar niður.