Söfnun fyrir Möggu Gunnars.
En hér er bréfið í heild sinni.
Okkur er misvel gefið. Öðru hverju lesum við um fólk sem hefur ekki fengið þá Guðs gjöf að vera fullkomlega heilbrigt og þarf að takast á við ýmsa erfiðleika til að komast í gegnum lífshlaup sitt. Í dreifibréfi, dagsett 28. ágúst, undirritað af Gyðu Jósepsdóttur og barst íbúum Vopnafjarðar í gær er ákall um hjálp við frænku Gyðu, Margréti Gunnhi
ldi Gunnarsdóttur, Vopnfirðing - dóttur Kristínar Halldórsdóttur og Gunnars Smára Guðmundssonar. Hefur Margrét tekið í arf brotasjúkdóminn osteogenesis imperfecta og er henni sem öðrum sem hann ber örðugur að þola. Svo þungbær að ekki verður hjá kostnaðarsamri læknismeðferð komist.
Það sem plagar Margréti, mögulega óháð brotasjúkdómnum, er alvarleg tvöföld hryggskekkja hvar stærri skekkjan er 70° orðin og er ekki að undra að vandlifað er við slíkar líkamlegar aðstæður. Skrið er á neðstu hryggjarliðum með þeim afleiðingum að taugar klemmast er veldur fótadofa á báðum fótum. Hefur hryggskekkjan snarlega versnað á skömmum tíma og mun nú vera svo komið að Margrét getur ekki sinnt starfi sínu, börnum og heimili án aðstoðar. Vart þarf að taka fram að hið óeðlilega líkamlega ástand hefur í för með sér mikla verki, sem öllu jafna er mætt með verkjalyfjum. Flogaveiki plagar að auki ungu konuna, Margréti Gunnhildi, og eykur enn á erfiðleikana þar eð verkjalyf mörg hver fara illa með flogalyfjunum.
Hinn arfgengi brotasjúkdómur á sér margar birtingarmyndir og kann hann að valda því að spengd hryggjar er torvelt að koma við því fyrirfram er ekki vitað hvert hald er í beinunum fyrir festingar stálsins. Sambærileg aðgerð og Margrét þarf nauðsynlega að ganga í gegnum hefur aldrei verið framkvæmd hér á landi, hún er svo flókin að sænskir sérfræðingar veigra sér við að takast á við hana. Fagþekkingu er að finna í Bandaríkjunum, einn færasti bæklunarlæknir heims hefur þekkst að rannsaka möguleikann á hinni flóknu aðgerð. Til Bandaríkjanna fer Margrét um miðjan september þar sem hún gengst undir rannsóknir og í framhaldi úrskurðar sérfræðingur hvað hægt er að gera. Þessi heimsókn ein kostar fjölskylduna a.m.k. 3 milljónir íslenskra króna.
Í ljósi ofangreindra staðreynda leitar Gyða, f. h. vina og ættingja Margrétar, ásjár íbúa Vopnafjarðar við að greiða hina kostnaðarsömu, nauðsynlegu, för til Bandaríkjanna í næsta mánuði. Hefur bankareikningur verið opnaður hér að lútandi og á það er minnt að margt smátt gerir eitt stórt.
Reikningurinn er: Margrét Gunnhildur Gunnarsdóttir, kt. 160277-4249, bnr. 0162-26-000137
Fleiri fréttir
- 11. desember 2019
Veður skaplegt á Vopnafirði. - 03. desember 2019
Hiti í byrjun aðventu - 28. nóvember 2019
Síðustu geislar sólar þetta árið. - 23. nóvember 2019
Að veiða eða veiða ekki. - 22. nóvember 2019
Fært yfir Selá - 14. nóvember 2019
Rjúpan friðuð á Vopnafirði. - 13. nóvember 2019
1800 tonn af fiskmjöli send í pokum frá Vopnafirði til Canada. - 22. september 2016
Venus aflahæsta skip flotans - 05. júní 2016
Gleðilegan Sjómannadag. - 18. mars 2016
Árshátið Vopnafjarðarskóla 2016 - 31. janúar 2016
Unglingadeild Vopna - 03. október 2015
Tveir í "slipp" - 26. ágúst 2015
Skjólfjörur í Vopnafirði - 07. ágúst 2015
Leifarnar af göngubrúnni teknar niður. - 05. ágúst 2015
Allt á floti