Samtök atvinnulífsins hóta Afli.
Þessi hótun SA felur í sér að samninganefnd SGS verður að taka afstöðu til þess hvort starfsmönnum fiskimjölsverksmiðja verði sýnd samstaða í verki eða hvort AFL muni draga sig úr sameiginlegum samningaviðræðum Starfsgreinasambandsins og fara sjálft með gerð aðalkjarasamnings.
Það sem vekur furðu forystu AFLs í þessu máli er að samkomulag hafði náðst um nánast öll efnisatriði samnings fiskimjölsverksmiðja er SA krafðist þess að ákvæði um að samningurinn verði afgreiddur með sameiginlegri atkvæðagreiðslu starfsmanna fiskimjölsverksmiðja yrði tekið út - og samningurinn þannig felldur inn í aðalkjarasamning.
Hér yrði um að ræða grundvallarbreytingu að mati samningamanna AFLs og þar sem bræðslumenn hafa um langt árabil samið sjálfstætt um kaup sitt og kjör og afgreitt samninga með eigin atkvæðagreiðslum væri verið að afsala samningsrétti þeirra.
Mál þetta snýst því um grundvallaratriði varðandi samningafrelsi starfsmanna fyrirtækja/ starfsgreina sem gert er ráð fyrir í lögum um stéttarfélög og vinnudeilur. Samninganefnd AFLs verður boðuð til fundar á næstu dögum til að fjalla um þetta mál og stöðuna í kjarasamingum.
Fleiri fréttir
- 11. desember 2019
Veður skaplegt á Vopnafirði. - 03. desember 2019
Hiti í byrjun aðventu - 28. nóvember 2019
Síðustu geislar sólar þetta árið. - 23. nóvember 2019
Að veiða eða veiða ekki. - 22. nóvember 2019
Fært yfir Selá - 14. nóvember 2019
Rjúpan friðuð á Vopnafirði. - 13. nóvember 2019
1800 tonn af fiskmjöli send í pokum frá Vopnafirði til Canada. - 22. september 2016
Venus aflahæsta skip flotans - 05. júní 2016
Gleðilegan Sjómannadag. - 18. mars 2016
Árshátið Vopnafjarðarskóla 2016 - 31. janúar 2016
Unglingadeild Vopna - 03. október 2015
Tveir í "slipp" - 26. ágúst 2015
Skjólfjörur í Vopnafirði - 07. ágúst 2015
Leifarnar af göngubrúnni teknar niður. - 05. ágúst 2015
Allt á floti