Safnadagurinn á Bustarfelli.
Safnadagurinn er í dag og á Bustarfelli var fjör eins og vant er á þessum degi. Margir voru mættir þangað í dag og mikið um að vera og veðrið lék við okkur eins og í gær. Ég hafði með mér myndavélina og smellti nokkrum á gesti og gangandi .
Á þessum degi lifnar safnið við. Vinir Bustarfells koma og sýna gamlar verkhefðir bæði innanhúss og utan. Boðið er uppá þjóðlegar veitingar í bænum: rúgbrauð, lummur og kaffi úr gamaldags uppáhellingu, flís af hangikjeti og svo hjálpumst við að við að strokka smjör. Gimbun, baldering, útsaumur, rússnenskt hekl, hrosshársvinnsla, knipl, tóvinna, tálgun, járnvinnsla, sláttur, útskurður, prjón o.fl.o.fl.
Danshópurinn vefarinn frá Akureyri heiðraði okkur með þjóðdansasýningu
Í Sparðinu var sett upp munasýning sem ber heitið "Enn hvað það var skrýtið".... og eru það munir í persónulegri eigu fólks hér á Vopnafirði og voru svo vinsamlegir að lána okkur þennan dag.
Myndlistasýning Kára Sigurðssonar "Samgöngur" er sýnd í Hjáleigunni og stendur allt til 31. ágúst. Þar veltir hann fyrir sér samgöngum fyrr og nú í tilefni þess að nú er loksins hægt að keyra á bundnu slitlagi frá Vopnafirði til Reykjavíkur. Sýning þessi er einstök og vinsæl. Látið hana ekki fram hjá ykkur fara.
Fleiri fréttir
- 13. desember 2019
Mikil vinna við að koma rafmangi á að nýju á norðausturlandi. - 11. desember 2019
Veður skaplegt á Vopnafirði. - 03. desember 2019
Hiti í byrjun aðventu - 28. nóvember 2019
Síðustu geislar sólar þetta árið. - 23. nóvember 2019
Að veiða eða veiða ekki. - 22. nóvember 2019
Fært yfir Selá - 14. nóvember 2019
Rjúpan friðuð á Vopnafirði. - 13. nóvember 2019
1800 tonn af fiskmjöli send í pokum frá Vopnafirði til Canada. - 22. september 2016
Venus aflahæsta skip flotans - 05. júní 2016
Gleðilegan Sjómannadag. - 18. mars 2016
Árshátið Vopnafjarðarskóla 2016 - 31. janúar 2016
Unglingadeild Vopna - 03. október 2015
Tveir í "slipp" - 26. ágúst 2015
Skjólfjörur í Vopnafirði - 07. ágúst 2015
Leifarnar af göngubrúnni teknar niður.