Valmynd

Könnunin

Veðurstofa Íslands

Vegagerðin

Dægradvöl

Safnadagurinn á Bustarfelli.

Safnadagurinn er í dag og á Bustarfelli var fjör eins og vant er á þessum degi. Margir voru mættir þangað í dag og mikið um að vera og veðrið lék við okkur eins og í gær. Ég hafði með mér myndavélina og smellti nokkrum á gesti og gangandi .

Á þessum degi lifnar safnið við. Vinir Bustarfells koma og sýna gamlar verkhefðir bæði innanhúss og utan. Boðið er uppá þjóðlegar veitingar í bænum: rúgbrauð, lummur og kaffi úr gamaldags uppáhellingu, flís af hangikjeti og svo hjálpumst við að við að strokka smjör. Gimbun, baldering, útsaumur, rússnenskt hekl, hrosshársvinnsla, knipl, tóvinna, tálgun, járnvinnsla, sláttur, útskurður, prjón o.fl.o.fl.

Danshópurinn vefarinn frá Akureyri heiðraði okkur með þjóðdansasýningu
Í Sparðinu var sett upp munasýning sem ber heitið "Enn hvað það var skrýtið".... og eru það munir í persónulegri eigu fólks hér á Vopnafirði og voru svo vinsamlegir að lána okkur þennan dag.

Myndlistasýning Kára Sigurðssonar "Samgöngur" er sýnd í Hjáleigunni og stendur allt til 31. ágúst. Þar veltir hann fyrir sér samgöngum fyrr og nú í tilefni þess að nú er loksins hægt að keyra á bundnu slitlagi frá Vopnafirði til Reykjavíkur. Sýning þessi er einstök og vinsæl. Látið hana ekki fram hjá ykkur fara.

RSS

25.10.2020 | Enski boltinn

Gylfi ber fyrirliðabandið

Enski
Enski
GylfiÞór Sigurðsson er í byrjunarliði Everton sem heimsækir Southampton í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu klukkan 14 í dag. Þe...
Fleiri blogg

Fréttaveitur



Vefumsjón