Neyðarkall björgunarsveitana.
Dagana 3.-6. nóvember n.k. fer fram fjáröflunarátakið Neyðarkall björgunarsveita. Líkt og áður er um að ræða sölu á litlum neyðarkalli á lyklakippu sem nú er eftirlíking af fjallaskíðakonu. Sjálfboðaliðar björgunarsveitanna munu bjóða hann til sölu um allt land á 1.500 krónur þessa fjóra daga á meðan átakið stendur. Ég hvet alla Vopnfirðinga til þess að taka vel á móti okkar fólki. Aukin verkefni björgunarsveitanna kalla á meira fé til starfseminnar og er þetta okkar leið til að bregðast við því. Almenningur er því hvattur til þess að stuðla að eigin öryggi með stuðningi í þessu átaki.
Björgunarsveitarfólk er með mjög fjölbreytta sérhæfingu en þar er að finna m.a. sjóbjörgunarmenn, kafara, göngugarpa, bílstjóra, skyndihjálparsérfræðinga, tækjafólk, klettaklifrara svo fátt eitt sé nefnt.
Árið 2011 er Neyðarkallinn eftirlíking af fjallaskíðakonu.
Björgunarsveitarfólk er með mjög fjölbreytta sérhæfingu en þar er að finna m.a. sjóbjörgunarmenn, kafara, göngugarpa, bílstjóra, skyndihjálparsérfræðinga, tækjafólk, klettaklifrara svo fátt eitt sé nefnt.
Árið 2011 er Neyðarkallinn eftirlíking af fjallaskíðakonu.
Fleiri fréttir
- 13. desember 2019
Mikil vinna við að koma rafmangi á að nýju á norðausturlandi. - 11. desember 2019
Veður skaplegt á Vopnafirði. - 03. desember 2019
Hiti í byrjun aðventu - 28. nóvember 2019
Síðustu geislar sólar þetta árið. - 23. nóvember 2019
Að veiða eða veiða ekki. - 22. nóvember 2019
Fært yfir Selá - 14. nóvember 2019
Rjúpan friðuð á Vopnafirði. - 13. nóvember 2019
1800 tonn af fiskmjöli send í pokum frá Vopnafirði til Canada. - 22. september 2016
Venus aflahæsta skip flotans - 05. júní 2016
Gleðilegan Sjómannadag. - 18. mars 2016
Árshátið Vopnafjarðarskóla 2016 - 31. janúar 2016
Unglingadeild Vopna - 03. október 2015
Tveir í "slipp" - 26. ágúst 2015
Skjólfjörur í Vopnafirði - 07. ágúst 2015
Leifarnar af göngubrúnni teknar niður.