Valmynd

Könnunin

Veðurstofa Íslands

Vegagerðin

Dægradvöl

Miklar framkvæmdir á Vopnafirði.

Eins og margir Vopnfirðingar hafa tekið eftir hefur mikið verið framkvæmt í sumar og enn er verið að byrja á nýju verki en það er dýpkun smábátahafnarinnar. Það er Hagtak ehf sem sér um það verk en þeir sáu um dýpkun innsiglingarinnar í sumar. Þar sem á að dýpka er klöpp svo það þarf að sprengja ansi mikið til að grafa sæmilega holu þarna. Fyrsta sprengingin reið af eftir hádegið í dag og það var ekki laust við að maður hrykki við en hús undirtaðs er líklega á sömu klöpp og sú sem sprengja þarf. 

Unnið er að því að steypa þekju á nýja hafnarkantinn en fyrsta steypa var í gær en það á að leggja steypuna í þrennu lagi. 

Í gær lauk einnig malbikunarvinnu Malarvinnslunnar en loksins er búið að leggja malbik á Hafnarbyggðina en það átti að vera búið fyrir löngu, einnig var sett malbik á part af Kolmeinsgötunni en af einhverjum ótrúlegum ástæðum var sett ottodekk eða olíumöl eins og gert er út á þjóðvegum með tilheyrandi grjótaustri og ógeði á innrihluta götunnar. 

Að því slepptu þá er það mikil framför að leggja malbik á aðrar götur þorpsins og vonandi bera menn gæfu til að halda því áfram.

RSS

25.10.2020 | Enski boltinn

Gylfi ber fyrirliðabandið

Enski
Enski
GylfiÞór Sigurðsson er í byrjunarliði Everton sem heimsækir Southampton í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu klukkan 14 í dag. Þe...
Fleiri blogg

Fréttaveitur



Vefumsjón