Menn í vanda á Vopnafjarðarheiði.
Í gær kvöld var Björgunarsveitin Vopni beðin um að aðstoða bílstjóra sem misst hafði bíl sinn útaf í vonskuveðri á Vopnafjarðarheiði. Sex menn á tveimur bílum voru sendir af stað um kl:21:00 og gekk ferðin hægt en nánast ekkert skyggni var á heiðinni.
Þegar upp var komið var annar bílstjóri búinn að koma þeim sem fastur var til bjargar og bíllinn kominn upp á veginn. Þá barst önnur beiðni en ökumaður sem lagði af stað frá Akureyri til Vopnafjarðar um kl:17:00 var týndur en síðast hafði heyrst í honum um 19:30 við Biskupsháls. Var haldið áfram inn heiðina á móts við þann ökumann og hittu okkar menn á hann við Kálffell og fylgdu honum til byggða.
Veður var afspyrnuslæmt og sá ekki á milli vegstika mest allann tímann.
Mokstur stendur yfir á helstu leiðum á Norðaustur- og Austurlandi en þar er skafrenningur og hálka, skv. upplýsingum frá Vegagerðinni. Ekkert ferðaveður er á Vopnafjarðarheiði og á Mývatns- og Möðrudalsöræfum en þar er þungfært og skafrenningur og beðið er með mokstur.
Fleiri fréttir
- 13. desember 2019
Mikil vinna við að koma rafmangi á að nýju á norðausturlandi. - 11. desember 2019
Veður skaplegt á Vopnafirði. - 03. desember 2019
Hiti í byrjun aðventu - 28. nóvember 2019
Síðustu geislar sólar þetta árið. - 23. nóvember 2019
Að veiða eða veiða ekki. - 22. nóvember 2019
Fært yfir Selá - 14. nóvember 2019
Rjúpan friðuð á Vopnafirði. - 13. nóvember 2019
1800 tonn af fiskmjöli send í pokum frá Vopnafirði til Canada. - 22. september 2016
Venus aflahæsta skip flotans - 05. júní 2016
Gleðilegan Sjómannadag. - 18. mars 2016
Árshátið Vopnafjarðarskóla 2016 - 31. janúar 2016
Unglingadeild Vopna - 03. október 2015
Tveir í "slipp" - 26. ágúst 2015
Skjólfjörur í Vopnafirði - 07. ágúst 2015
Leifarnar af göngubrúnni teknar niður.