Ljósmyndasýning opnuð í Kauvangi
Á morgun, fimmtudag 12.júlí kl. 20:30 verður opnuð með formlegum hætti ljósmyndasýning er kallast Vopnafjörður - Plássið og gamla höfnin og tekur til horfna tíð á Vopnafirði, alls 104 myndir.
Vettvangur er Kaupvangur, salurinn á efri hæð þar sem á næsta ári mun verður setri Jóns Múla og Jónasar fyrir komið. Halldór Karl Halldórsson, fyrrum kaupfélagsstjóri, hefur á undanförnum árum unnið að söfnun mynda frá Vopnafirði og hefur skráð yfir 4600 myndir hingað til. Það var Magnús Már Þorvaldsson sem vann við að koma sýningunni upp en Gunnar Sigmarsson skrifaði texta við hverja mynd. Þetta er merkilegt framtak og vert að minna á. Auk gamalla ljósmynda munu nýjar rúlla á vegg í gegnum skjávarpa og 3 gamlir gripir frá Bustarfelli auk heldur til sýnis, spunavél, vefstóll og taurulla.
Fleiri fréttir
- 13. desember 2019
Mikil vinna við að koma rafmangi á að nýju á norðausturlandi. - 11. desember 2019
Veður skaplegt á Vopnafirði. - 03. desember 2019
Hiti í byrjun aðventu - 28. nóvember 2019
Síðustu geislar sólar þetta árið. - 23. nóvember 2019
Að veiða eða veiða ekki. - 22. nóvember 2019
Fært yfir Selá - 14. nóvember 2019
Rjúpan friðuð á Vopnafirði. - 13. nóvember 2019
1800 tonn af fiskmjöli send í pokum frá Vopnafirði til Canada. - 22. september 2016
Venus aflahæsta skip flotans - 05. júní 2016
Gleðilegan Sjómannadag. - 18. mars 2016
Árshátið Vopnafjarðarskóla 2016 - 31. janúar 2016
Unglingadeild Vopna - 03. október 2015
Tveir í "slipp" - 26. ágúst 2015
Skjólfjörur í Vopnafirði - 07. ágúst 2015
Leifarnar af göngubrúnni teknar niður.