Lindinn afhendir mentastyrki.
Árleg styrkveiting úr Menntasjóði Lindarinnar fór fram í Miklagarði á dögunum.
Menntasjóðurinn hefur úthlutað styrkjum til Vopnfirskra kvenna sem stunda nám heima eða að heiman nú í 12 ár. 33 konur hafa hlotið styrki.
Að þessu sinni hlutu styrki:
Bjarney Jónsdóttir
Guðbjörg Jónsdóttir
Sigríður Jóhannesdóttir.
Tóku þær á móti styrkjunum við athöfn í Miklagarði. Formaður stjórnar Menntasjóðs Lindarinnar Þórunn Egilsdóttir afhenti styrkina og lýsti starfsemi sjóðsins í fáum orðum. Var athöfnin í alla staði hin ánægjulegasta og jákvæður liður í mannlífi á Vopnafirði. Fjörðurinn og dalirnir skörtuðu sínu fegursta til heiðurs dugnaðarkonum sem stunda nám af kappi með vinnu á heimilum og utan.
Að vanda er mikill áhugi fyrir endurmenntun og fjarnámi á Vopnafirði og hefur með tilkomu starfsstöðvar Þekkingarnets Austurlands í Kaupvangi orðið auðveldara að stunda nám. Í Kaupvangi er rekið fjarkennsluver og þar geta nemendur fengið aðstöðu til náms, sem margir nota sér.
Fleiri fréttir
- 13. desember 2019
Mikil vinna við að koma rafmangi á að nýju á norðausturlandi. - 11. desember 2019
Veður skaplegt á Vopnafirði. - 03. desember 2019
Hiti í byrjun aðventu - 28. nóvember 2019
Síðustu geislar sólar þetta árið. - 23. nóvember 2019
Að veiða eða veiða ekki. - 22. nóvember 2019
Fært yfir Selá - 14. nóvember 2019
Rjúpan friðuð á Vopnafirði. - 13. nóvember 2019
1800 tonn af fiskmjöli send í pokum frá Vopnafirði til Canada. - 22. september 2016
Venus aflahæsta skip flotans - 05. júní 2016
Gleðilegan Sjómannadag. - 18. mars 2016
Árshátið Vopnafjarðarskóla 2016 - 31. janúar 2016
Unglingadeild Vopna - 03. október 2015
Tveir í "slipp" - 26. ágúst 2015
Skjólfjörur í Vopnafirði - 07. ágúst 2015
Leifarnar af göngubrúnni teknar niður.