Valmynd

Könnunin

Veðurstofa Íslands

Vegagerðin

Dægradvöl

Lindinn afhendir mentastyrki.

Bjarney Guðrún, Guðbjörg Jónsdóttir og Sigríður Jóhannesdóttir fengu styrk að þessu sinni frá Lindinni.
Bjarney Guðrún, Guðbjörg Jónsdóttir og Sigríður Jóhannesdóttir fengu styrk að þessu sinni frá Lindinni.

Árleg styrkveiting úr Menntasjóði Lindarinnar fór fram í Miklagarði á dögunum.
Menntasjóðurinn hefur úthlutað styrkjum til Vopnfirskra kvenna sem stunda nám heima eða að heiman nú í 12 ár.  33 konur hafa hlotið styrki.
Að þessu sinni hlutu styrki:
Bjarney Jónsdóttir
Guðbjörg Jónsdóttir

Sigríður Jóhannesdóttir.


Tóku þær á móti styrkjunum við athöfn í Miklagarði.  Formaður stjórnar Menntasjóðs Lindarinnar Þórunn Egilsdóttir afhenti styrkina og lýsti starfsemi sjóðsins í fáum orðum.  Var athöfnin í alla staði hin ánægjulegasta og jákvæður liður í mannlífi á Vopnafirði.  Fjörðurinn og dalirnir skörtuðu sínu fegursta til heiðurs dugnaðarkonum sem stunda nám af kappi með vinnu á heimilum og utan.  
Að vanda er mikill áhugi fyrir endurmenntun og fjarnámi á Vopnafirði og hefur með tilkomu starfsstöðvar Þekkingarnets Austurlands í Kaupvangi orðið auðveldara að stunda nám.  Í Kaupvangi er rekið fjarkennsluver og þar geta nemendur fengið aðstöðu til náms, sem margir nota sér.

RSS

25.10.2020 | Enski boltinn

Gylfi ber fyrirliðabandið

Enski
Enski
GylfiÞór Sigurðsson er í byrjunarliði Everton sem heimsækir Southampton í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu klukkan 14 í dag. Þe...
Fleiri blogg

Fréttaveitur



Vefumsjón