Valmynd

K÷nnunin

Ve­urstofa ═slands

Vegager­in

DŠgradv÷l

KeflavÝk fŠr Einherja Ý heimsˇkn

fótbolti.net segir svo frá...
,,Mér líst mjög vel á þetta. Við fáum frábært fótboltalið að spila við og það á útivelli. Það gerir þetta bara ennþá erfiðara og skemmtilegra," sagði Davíð Örvar Ólafsson spilandi þjálfari Einherja sem dróst gegn Keflavík í 32 liða úrslitum VISA-bikarsins en leikið verður á Keflavíkurvelli því Keflavík kom fyrst upp úr skálinni.,,Það hefði líka verið gaman að fá þá í heimsókn á Vopnafjörð, þeir hefðu haft gaman af því þessir strákar," sagði Davíð Örvar.

,,Ég hitti Kristján (Guðmundsson þjálfara Keflavíkur) og nefndi við hann að spila á Vopnafirði en ég held að hann hafi ekki haft mikinn áhuga á því. Þeir fengju höfðinglegar mótttökur, bæði utan og innan vallar, en viðmætum galvaskir í Keflavík."

Einherji byrjaði þátttöku í 3. deild karla að nýju þetta sumarið svo lið Davíðs hefur ekki mikla reynslu á svo stuttum tíma. Hann segir liðið þó alltaf eiga möguleika.

,,Það er alltaf séns, hann er kannski ekki mikill, en það er alltaf smá séns. Það er ekki annað hægt í bikarkeppni en að reyna að vinna leikina. Það er ekki hægt að spila upp á jafntefli. Auðvitað förum við til að reyna að vinna en það verður auðvitað hrikalega erfitt. Keflavík er með eitt af tveimur eða þremur bestu liðum á landinu. Það er himinn og haf milli þessara liða en það er allt hægt í bikarkeppni."

Síðast þegar Davíð Övar fór á Keflavíkurvöll var hann með liði FH sem þá var í 1. deild og mætti efstu deildarliði Keflavík. FH vann þann leik í vítaspyrnukeppni þar sem Gunnleifur Gunnleifsson núverandi landsliðsmarkvörður, þá markvörður Keflavíkur, misnotaði lokaspyrnu Keflavíkur og FH komst þá áfram.

,,Þetta er flottur völlur og síðast þegar ég spilaði þarna unnum við Keflavík í vítakeppni. Ég á góðar minningar út Keflavík. Gulli Gull skaut framhjá úr víti en ég var þá búinn að skora hjá honum í vítakeppni," sagði Davíð Örvar.

,,Það er allt hægt, við vorum reyndar tveimur deildum ofar þá en það verður vonandi hægt. Það er gaman fyrir strákana að fá að spila við alvöru lið. Þeir vildu helst fara á Laugardalsvöllinn en fá bara Keflavíkurvöll í staðinn."

fotbolti.net er höfundur þessarar fréttar

RSS

25.10.2020 | Enski boltinn

Gylfi ber fyrirli­abandi­

Enski
Enski
Gylfi١r Sigur­sson er Ý byrjunarli­i Everton sem heimsŠkir Southampton Ý ensku ˙rvalsdeildinni Ý knattspyrnu klukkan 14 Ý dag. Ůe...
Fleiri blogg

FrÚttaveiturVefumsjˇn