Keflavík - Einherji
"Á fimmtudagskvöldið nk. á Sparisjóðsvellinum í Keflavík*, mun fara fram
sannkallaður stórleikur. Úrvalsdeildarlið Keflvíkur og 3. Deildarlið
Einherja mætast þar* kl 20:00*. Óhætt að segja að meirihluti leikmanna
Einherja hafi ekki spilað stærri leik hingað til!
Af Einherja er það að frétta að Davíð þjálfari er í banni eftir rauða
spjaldið sem hann fékk á móti í Leikni. Mikil missir en það er þó vonandi
góð sárabót að Bjarni Þorsteins kemur í sinn fyrsta leik. Lítið er um
meiðsli svo ég viti, nema að Elmar er tæpur."
*Líklegt* byrjunarlið:
Tomislav
Arnar Bjarni Helgi Daníel
Símon Gísli
Gulli Donni Daði
Matti
Keflvíkingar geta eftir því sem ég best veit, stillt upp sínu sterkasta
liði, fyrir utan að einn er í banni, Einar Orri Einarsson. Annars hefur
gestgjöfunum gengið ágætlega í byrjun Íslandmóts, töpuðu reyndar illa fyrir
KR í síðasta leik - 4-1. Lið Keflavíkur í þeim leik var svona:
Lasse Jörgensen (M), Alen Sutej, Haukur Ingi Guðnason (70. Stefán Örn
Arnarson), Nicolai Jörgensen, Jón Gunnar Eysteinsson, Magnús Sverrir
Þorsteinsson, Einar Orri Einarsson, Jóhann Birnir Guðmundsson (41. Bojan
Stefán Ljubicic), Brynjar Örn Guðmundsson, Bjarni Hólm Aðalsteinsson, Hörður
Sveinsson (89. Magnús Þór Magnússon).
Það er leiðinlegt að geta ekki mætt sjálfur á leikinn en undirritaður vonar
að hver og einasti einstaklingur með appelsínugult hjarta mæti á leikinn. Ef
Einherji á að eiga séns í þessum leik þurfa strákarnir að finna góðan
stuðning!
Áfram Einherji!
Fleiri fréttir
- 13. desember 2019
Mikil vinna við að koma rafmangi á að nýju á norðausturlandi. - 11. desember 2019
Veður skaplegt á Vopnafirði. - 03. desember 2019
Hiti í byrjun aðventu - 28. nóvember 2019
Síðustu geislar sólar þetta árið. - 23. nóvember 2019
Að veiða eða veiða ekki. - 22. nóvember 2019
Fært yfir Selá - 14. nóvember 2019
Rjúpan friðuð á Vopnafirði. - 13. nóvember 2019
1800 tonn af fiskmjöli send í pokum frá Vopnafirði til Canada. - 22. september 2016
Venus aflahæsta skip flotans - 05. júní 2016
Gleðilegan Sjómannadag. - 18. mars 2016
Árshátið Vopnafjarðarskóla 2016 - 31. janúar 2016
Unglingadeild Vopna - 03. október 2015
Tveir í "slipp" - 26. ágúst 2015
Skjólfjörur í Vopnafirði - 07. ágúst 2015
Leifarnar af göngubrúnni teknar niður.