Kærleiksmaraþon á Vopnafirði
Kærleiksmaraþon æskulýðsfélags Hofsprestakalls á Vopnafirði er haldið í fimmta skipti í dag. Það fer fram í safnaðarheimili Vopnafjarðarkirkju og stendur frá kl. 12 til 17.
Maraþonið er liður í Vinavikunni 2011 sem hófst síðasta sunnudaga á vegum krakkanna í æskulýðsfélaginu.
Kærleiksmaraþonið felst í því að opið hús verður í safnaðarheimilinu þar sem öllum er boðið upp á vöfflur, skúffuköku, kaffi og djús, bílaþvott, andlitsmálun fyrir börnin og fleira. Allt án endurgjalds.
Þá munu unglingarnir ganga í hús á Vopnafirði og bjóða fram aðstoð sína við létt heimilisverk. Maraþonið er liður í söfnun æskulýðsfélagsins í ferðasjóð fyrir Landsmót æskulýðsfélaga kirkjunnar sem haldið verður á Selfossi 28.-30. október nk.
Kærleiksmaraþoninu lýkur með Vinamessu í Vopnafjarðarkirkju kl. 17. Unglingarnir munu taka virkan þátt í guðsþjónustunni, lesa ritningarlestur og syngja lagið „Hjálpum þeim" sem þau hafa verið að æfa af krafti. Þá verður pítsuveisla í safnaðarheimilinu og svo lýkur dagskránni og Vinavikunni 2011 með flugeldasýningu í kvöld.
Fleiri fréttir
- 14. nóvember 2019
Rjúpan friðuð á Vopnafirði. - 13. nóvember 2019
1800 tonn af fiskmjöli send í pokum frá Vopnafirði til Canada. - 22. september 2016
Venus aflahæsta skip flotans - 05. júní 2016
Gleðilegan Sjómannadag. - 18. mars 2016
Árshátið Vopnafjarðarskóla 2016 - 31. janúar 2016
Unglingadeild Vopna - 03. október 2015
Tveir í "slipp" - 26. ágúst 2015
Skjólfjörur í Vopnafirði - 07. ágúst 2015
Leifarnar af göngubrúnni teknar niður. - 05. ágúst 2015
Allt á floti - 28. apríl 2015
Karlakór Dalvíkur á Vopnafirði 1. maí - 29. mars 2015
Áshátíð Vopnafjarðarskóla 2015 - 01. janúar 2015
Gleðilegt árið - 09. desember 2014
Minkahús við Hrísa eyðilagðist í miklu roki í nótt - 24. september 2014
Í réttu ljósi.