Húni II kemur við á Vopnafirði á hringferð kringum landið.
Eikarbáturinn Húni II kom til Vopnafjarðar í dagi í ferð sinni umhverfis landið til að minnast þess að hálf öld er síðan báturinn var smíðaður á Akureyri.
Aðstandendur Húna hafa leitað til bæjaryfirvalda á áætluðum fjórtán viðkomustöðum og falast eftir styrkjum til siglingarinnar, meðal annars með því að fá felld niður hafnargjöld. „Báturinn gegnir mikilvægu hlutverki í tengslum við sögu bátasmíða og fiskveiða en einnig í tengslum við strandmenningu, ferðamennsku og nú síðast fræðslu ungmenna um sjávarnytjar," segja Hollvinir Húna II í bréfi til sveitarfélaganna.
Lagt var upp frá Akureyri 11. maí og siglt austur og suður fyrir land áður en Húni kemur aftur til heimahafnar 23. maí. Á Húsavík slóst Knörrinn, sem var smíðaður í skipasmíðastöð KEA árið 1963 eins og Húni, með í förina. Húni og Knörrinn komu til Vopnafjarðar seinnipartinn í dag en almenningi verður boðið að skoða bátana.
Húni II er 130 tonna eikarbátur, smíðaður í skipasmíðastöð KEA á Akureyri árið 1963. Hollvinir Húna II sjá um reksturinn. Húni II er eini eikarbáturinn, óbreyttur af þessari stærð sem nú er til á Íslandi. Húni II var gerður út til fiskveiða í 30 ár og er áætlað að samanlögð veiði hafi verið um 32.000 tonn. Árið 1994 var hann tekinn af skipaskrá og ákvörðun tekin um að eyða honum á næstu áramótabrennu. Húni II var skráður aftur á skipaskrá árið 1995 og í nokkur ár gerður út sem hvalaskoðunarbátur, fyrst frá Skagaströnd en síðar frá Hafnarfirði.
Fleiri fréttir
- 13. desember 2019
Mikil vinna við að koma rafmangi á að nýju á norðausturlandi. - 11. desember 2019
Veður skaplegt á Vopnafirði. - 03. desember 2019
Hiti í byrjun aðventu - 28. nóvember 2019
Síðustu geislar sólar þetta árið. - 23. nóvember 2019
Að veiða eða veiða ekki. - 22. nóvember 2019
Fært yfir Selá - 14. nóvember 2019
Rjúpan friðuð á Vopnafirði. - 13. nóvember 2019
1800 tonn af fiskmjöli send í pokum frá Vopnafirði til Canada. - 22. september 2016
Venus aflahæsta skip flotans - 05. júní 2016
Gleðilegan Sjómannadag. - 18. mars 2016
Árshátið Vopnafjarðarskóla 2016 - 31. janúar 2016
Unglingadeild Vopna - 03. október 2015
Tveir í "slipp" - 26. ágúst 2015
Skjólfjörur í Vopnafirði - 07. ágúst 2015
Leifarnar af göngubrúnni teknar niður.