Valmynd

Könnunin

Vešurstofa Ķslands

Vegageršin

Dęgradvöl

Hśni II kemur viš į Vopnafirši į hringferš kringum landiš.

Hśni II į leiš til hafnar į Vopnafirši.
Hśni II į leiš til hafnar į Vopnafirši.
« 1 af 6 »

Eikarbáturinn Húni II kom til Vopnafjarðar í dagi  í ferð sinni umhverfis landið til að minnast þess að hálf öld er síðan báturinn var smíðaður á Akureyri.

Aðstandendur Húna hafa leitað til bæjaryfirvalda á áætluðum fjórtán viðkomustöðum og falast eftir styrkjum til siglingarinnar, meðal annars með því að fá felld niður hafnargjöld. „Báturinn gegnir mikilvægu hlutverki í tengslum við sögu bátasmíða og fiskveiða en einnig í tengslum við strandmenningu, ferðamennsku og nú síðast fræðslu ungmenna um sjávarnytjar," segja Hollvinir Húna II í bréfi til sveitarfélaganna.


Lagt var upp frá Akureyri 11. maí og siglt austur og suður fyrir land áður en Húni kemur aftur til heimahafnar 23. maí. Á Húsavík slóst Knörrinn, sem var smíðaður í skipasmíðastöð KEA árið 1963 eins og Húni, með í förina. Húni og Knörrinn komu til Vopnafjarðar seinnipartinn í dag en  almenningi verður boðið að skoða bátana.


Húni II er 130 tonna eikarbátur, smíðaður í skipasmíðastöð KEA á Akureyri árið 1963. Hollvinir Húna II sjá um reksturinn. Húni II er eini eikarbáturinn, óbreyttur af þessari stærð sem nú er til á Íslandi. Húni II var gerður út til fiskveiða í 30 ár og er áætlað að samanlögð veiði hafi verið um 32.000 tonn. Árið 1994 var hann tekinn af skipaskrá og ákvörðun tekin um að eyða honum á næstu áramótabrennu. Húni II var skráður aftur á skipaskrá árið 1995 og í nokkur ár gerður út sem hvalaskoðunarbátur, fyrst frá Skagaströnd en síðar frá Hafnarfirði.

RSS

28.03.2020 | Enski boltinn

Žś talar ekki svona um félagiš žitt

Enski
Enski
Knattspyrnumašurinn Bacary Sagna, fyrrverandi leikmašur Arsenal og franska landslišsins, er ekki par sįttur viš ummęli Cesc Fabreg...
Fleiri blogg

FréttaveiturVefumsjón