Valmynd

Könnunin

Vešurstofa Ķslands

Vegageršin

Dęgradvöl

Hugleišingar um Selįrlaug

Selįrlaug
Selįrlaug
« 1 af 2 »

Á heitum sumardegi er fátt skemmtilegra en að fara í sund og laugin okkar í Selárdalnum, perlan okkar eins og við vísum oft til, yndislegur staður að fara á. Ég hef tekið þátt í og hlustað á marga ræða um laugina okkar.  Ég er ekki endilega sammála öllu því sem ég heyri en er algjörlega á þeirri skoðun að Selárlaug sé einstök og gaman fyrir alla að heimsækja hana. Þegar ég aftur á móti horfi á málið út frá öðru sjónarhorni og á þá  við sem sundkennari og fagmanneskja í hreyfingu þá er ég talsmaður þess að við Vopnfirðingar ættum að huga að sundlaugarbyggingu í þorpinu. Best þætti mér að Selárlaug væri opin yfir sumarið og ferðamannatímann og fengi að njóta sín og sinnar sérstöðu.

Sund er sú hreyfing sem hentar flestum og ef fólk er með stoðkerfisvanda, er í einhvers konar endurhæfingu og á erfitt með hreyfingu þá getur sundiðkun verið það besta sem það gerir. Ástæðan er sú að vatnið veitir ákveðna mótspyrnu og heldur við þannig að álag á liði og annað er með minnsta móti. Sund er mjög mikið stundað af eldri borgurum landsins og hentar þeim hópi vel líkamlega og svo er félagsþátturinn líka mikill á meðal sundiðkenda og á ég þá við spjallið í pottinum og samveran sem er okkur öllum svo góð. Hérna á Vopnafirði er það því miður þannig að það hafa alls ekki allir tök á því að fara í sund sér til heilsubótar og skemmtunar. Einfaldlega vegna staðsetningar og aðstæðna við laugina.

Ég hef kennt sund hérna í grunnskólanum í þó nokkur ár og komið að perlunni okkar í alla vega ástandi sem betur fer eiginlega alltaf þannig að sómi sé að en alls ekki alltaf. Ég hef snúið við með skólabörn vegna þess að það var hundur í lauginni, fólk í pottinum með áfengi og ég tala nú ekki um þegar við höfum komið að lauginni þar sem skemmdarverk og óþrifnaðurinn er til skammar. Sundkennslan finnst mér skemmtileg og hafa aðstæður farið batnandi síðustu ár, komið rafmagn í glerbúrið þannig að þar er hiti og nú síðasta haust var mikil gleði þar sem búið var að útbúa starfsmannaklósett með ljósi. Já takið eftir með ljósi það þótti mér dásamlegt. Aðstæður fyrir krakkana eru alltaf þær sömu, þau þurfa að vera í rútu og mikið uppbrot er á annarri kennslu á meðan kennt er sund þar sem hver tími tekur helmingi lengri tíma en sundkennslan sjálf. Þegar upp úr lauginni er komið er oft kalt og erfitt að stilla sturturnar en starfsmenn laugarinnar eiga hrós skilið fyrir sinn þátt í ferlinu og fyrir að hafa staðið vaktina í öll þessi ár. Ég tel líka að börnin okkar fari almennt minna í sund en önnur börn vegna aðstæðna og fjarlægðar frá byggð. Fæ oft til mín börn í skólasund sem fara svo ekkert í sund fyrr en á næsta námskeiði sem er þá eftir ár og hafa jafnvel varla farið í sundlaug fyrr en að skólasundi kemur, þessum tilfellum fer sem betur fer fækkandi og foreldar held ég meðvitaðri um mikilvægi þess að fara með börnin í sund til að aðlaga þau vatninu. Þetta er auðvitað ekki algilt og börn í öðrum sveitafélögum fara alls ekki öll reglulega í sund, þó að aðstaðan sé til staðar, en þetta er þáttur sem getur klárlega haft áhrif á sundfærni einstaklingsins. Æfingin skapar meistarann og það á jafn vel við með sund eins og allt annað.

Þetta er að stórum hluta ástæður þess að ég er þess fylgjandi að sundlaug verði byggð hérna í byggðarlaginu. Við það opnast möguleiki fyrir alla, ekki bara suma, að stunda sund sér til almennrar ánægju eða heilsubótar. Sundkennsla í skólanum yrði allt önnur og mun auðveldari í framkvæmd. Ég geri mér fullkomalega grein fyrir því að þetta er mikið að ráðast í  og dýrt í byggingu og rekstri. Rekstarhliðin stendur hæst  í þessu samhengi. Við vitum það öll að kynda heila sundlaug með rafmagni er afar kostnaðarsamt en ég tel mig vera bjartsýnismanneskju sem langar að horfa á hlutina í lausnum. Hérna á Vopnafirði erum við með fiskmjölverksmiðju sem framleiðir hágæðamjöl og lýsi og notar til þess svokallað „umfram rafmagn“ sem er keypt á mun lægra verði en almenningur hefur kost á. Í vinnslu þá notar verksmiðjan mikla orku og hluti af henni (þ.e. heitt vatn) fer í sjóinn eftir notkun þrátt fyrir mikla nýtingu í sjálfri verksmiðjunni. Ég trúi því að með samvinnu við HB Granda hljóti að vera hægt að nýta þessa umframorku til góðar verka eins og t.d. að hita sundlaug. Verksmiðjan er í gangi stóran hluta úr árinu og þar með er málið leyst ekki satt. Nei, hlutirnir eru nú ekki alveg svona einfaldir þar sem einhverjar reglugerðir segja, að ég held, að ekki megi endurselja orkuna. Hvað er það, við skulum heldur dæla þessu í hafið þar sem það kemur engum til góðs. Nú þarf ég upplýsingar frá fróðari mönnum um hvernig þetta virkar en fyrir mér er þetta góð og umhverfisvæn lausn til upphitunar á sundlaug. Það hlýtur að vera hægt að skoða þessa hluti nánar og koma upp raunhæfri áætlun til að nýta þessa ónýttu orku betur.

Að lokum vil ég segja að Selárlaug er náttúruperla sem ég er oftast stolt af og yndislegur staður að vera á. En nú er svo komið að við stöndum frammi fyrir ákvörðunum varðandi Selárlaug sem kosta peninga og um leið kannski minnkar sjarmann sem hún er svo rómuð fyrir. Sjálfsagt hafa margir skoðun á þessu og ég vona að svo sé en málið er stórt og huga þarf vel að næstum skrefum og hugsa til framtíðar.

Með þökk fyrir lesturinn

Bjarney Guðrún Jónsdóttir

 

 

RSS

25.10.2020 | Enski boltinn

Gylfi ber fyrirlišabandiš

Enski
Enski
GylfiŽór Siguršsson er ķ byrjunarliši Everton sem heimsękir Southampton ķ ensku śrvalsdeildinni ķ knattspyrnu klukkan 14 ķ dag. Že...
Fleiri blogg

FréttaveiturVefumsjón