Valmynd

Könnunin

Vešurstofa Ķslands

Vegageršin

Dęgradvöl

Gönguferš ķ kringum Haug.

Svķnabakkafjall og Lambatindar
Svķnabakkafjall og Lambatindar
« 1 af 6 »
Sumarið er komið, það er alla vega sumardagurinn fyrsti. Veðrið var ágætt á hjara í dag svo undirritaður gerði sér lítið fyrir og fór í gönguferð. Ferðin hófst við vatnsverndarsvæði Vopnafjarðar ofan Hrísa og stefnan sett á hnjúkinn framan við Haug (Svínabakkafjall) ég veit bara ekki nafnið en hef heyrt þá nefnda Lambatinda en efri tindurinn er rúmir 1100m.


Þarna uppi er ágætt útsýni yfir fjörðinn fagra og eins austur að Dyrfjöllum og að sjálfsögðu sást Herðubreið, drottning fjalla. Harðfenni var nokkuð þarna svo broddar voru undir skóm og ísexi í höndum en ágæt göngufæri engu síður. Gekk ég svo eftir fjallsbrún í átt að Skjaldþingstaðaskarði og örlítið út á Haug og þaðan ofan í skarðið og þar niður. Þetta var rúmir 12 km og tók um 5 klukkustundir að ganga þennan hring. Er sem sagt fjallhress eftir daginn.

RSS

20.10.2020 | Enski boltinn

Englendingar eruį algjörum villigötum

Enski
Enski
Žegar viš tökum tęknina ķ okkar žjónustu er tilgangurinn vanalega sį aš gera okkur lķfiš einfaldara og betra. Oft veršur žaš lķka ...
Fleiri blogg

FréttaveiturVefumsjón