Gömul dagbókarfærsla, getið upp á því hver er hér að skrfa :)
Kæra Dagbók,
í gær var kerlingadagurinn,en þar sem ég er svo aðlaðandi og frábær þurfti ég sko ekki að hafa neinar áhyggjur af því að eyða krónu í blóm eða súkkulaði og ekki þarf ég þá að hafa áhyggjur af því að hún fitni eða finnist blómin ljót, ónei og með þessum skrifuðu orðum held ég að ég hafi verið að tryggja það að ég þurfi aldrei hafa áhyggjur af slíku.
Annars er nú ekki mikið sem er búið að drífa á daga mína upp á síðkastið, en þó höfum við Sölvi, kær frændi minn, ákveðið að stofna hryðjuverkasamtök sem heita Franski Rennilásinn og koma þau til með að berjast gegn loðnuskipum og LMD. Fyrsta verkefni okkar kemuru þó til með að renna sjálfsagt út í sandin þar sem loðnuvertíðin er skyndilega að verða búinn. Hvað á ég að gera eiginlega við vídeó upptökuna með okkur Sölva með handklæði um hausinn að hóta að sprengja Svaninn, á semi-arabísku. Kannski eins gott, efast um að það séu margir í heiminum sem skilja semi-arabísku.
Í dag þó gerðist þó eitthvað sem jaðraði við að kallast kraftaverk. Hvað er ég að tala um ? Jú sjáiði til í morgun var hringt í mig Magni,14 jólasveininn, sagði mér að drullast í vinnu, þrátt fyrir afar takmarkaðan svefn. Nei kraftaverkið fólst ekki í því að mæta í vinnuna eða vakna. Ó aldeilis ekki! Vissulega voru þetta bæði afrek sem ættu heima í einhverri meta bók eða í færslum alþjóðabókhlöðu heimsins, en kraftaverkið felst í allt öðru en þessu tvennu, ég nefnilega varð heppinn í dag. Heppinn að halda líf þar að segja. Ég var að reyna að sýna ótímabæra framtaksemi og var að hoppa frá borði frá Brettingi þegar..... fingur mínir byrjuðu að renna örlítið......þangað til að ég hélt bara í loft, en þá varð ég töluvert hissa. Einnig varð ég hissa að átta mig á því að lappirnar voru heldur ekki rétt staðsettar. Down I went. Fjandinn hafi það , hugsaði ég með mér, ég vissi altaf af ég myndi einhverntíman detta á milli skips og bryggju, hugsaði ég með mér á leiðinni niður. Aldrei blotnaði ég þó.Aftur varð ég hissa, ég stóð skyndilega á dekki. Hvernig vildi þetta eiginlega til? Ég aulaðist að stiganum og byrjaði að klifra, því miður kom Magni auga á mig þar sem ég klifraði flóttalega upp stiga helvítið.
Get þó ekki annað en haldið í smástund allavega að kannski að heppnin sé að snúast mér í vil.
"Build a man a fire, and he'll be warm for a day. Set a man on fire, and he'll be warm for the rest of his life."
Terry Pratchett.
Fleiri fréttir
- 13. desember 2019
Mikil vinna við að koma rafmangi á að nýju á norðausturlandi. - 11. desember 2019
Veður skaplegt á Vopnafirði. - 03. desember 2019
Hiti í byrjun aðventu - 28. nóvember 2019
Síðustu geislar sólar þetta árið. - 23. nóvember 2019
Að veiða eða veiða ekki. - 22. nóvember 2019
Fært yfir Selá - 14. nóvember 2019
Rjúpan friðuð á Vopnafirði. - 13. nóvember 2019
1800 tonn af fiskmjöli send í pokum frá Vopnafirði til Canada. - 22. september 2016
Venus aflahæsta skip flotans - 05. júní 2016
Gleðilegan Sjómannadag. - 18. mars 2016
Árshátið Vopnafjarðarskóla 2016 - 31. janúar 2016
Unglingadeild Vopna - 03. október 2015
Tveir í "slipp" - 26. ágúst 2015
Skjólfjörur í Vopnafirði - 07. ágúst 2015
Leifarnar af göngubrúnni teknar niður.