Glæsilegur nýr slökkvibíll á Vopnafjörð.
Á uppstigningadag var formlega afhentur nýr slökkvibíll á Slökkvistöð Vopnafjarðar. Bíllinn var keyptur í samstarfi Vopnafjarðarhrepps og Flugstoða ohf. (ISAVIA) og er ljóst að hann eykur til muna öryggi í slökkviliðsmálum á Vopnafirði. Bíllinn mun bæði þjóna íbúum og fyrirtækjum Vopnafjarðarhrepps ásamt viðbúnaðarþjónustu á Vopnafjarðarflugvelli.
Bíllinn, sem er af gerðinni Scania var keyptur af fyrirtækinu Sigurjóni Magnússyni ehf. á Ólafsfirði að undangengnu útboði og er allur af fullkomnustu gerð miðað við tæki í þessum geira. Óhætt er að segja að framleiðandinn Sigurjón Magnússon ehf. hafi staðið sig af stakri prýði og uppfyllt alla staðla sem upp voru settir í kröfulýsingu um bílinn. Heildarkostnaður við smíði bílsins var 38,7 m. kr. með virðisaukaskatti.
Í þessu tilefni var opið hús í slökkvistöðinni 13. maí sl., þar sem fjölmenni mætti og fagnaði þessum tímamótum í öryggismálum Vopnfirðinga. Skoðaði tækjabúnað slökkvistöðvarinnar, að öðru leyti, undir öruggri leiðsögn slökkviliðsmanna, sem sýndu tilþrif í notkun öryggistækja stöðvarinnar. Við þetta tilefni var einnig skrifað undir samning á milli Vopnafjarðarhrepps og Flugstoða (ISAVA) um rekstur á bílnum.
Vopnfirðingum er óskað til hamingju með þennan merka áfanga í öryggismálum sveitarfélagsins.
Undir þetta skrifar Sveitastjóri.
Fleiri fréttir
- 13. desember 2019
Mikil vinna við að koma rafmangi á að nýju á norðausturlandi. - 11. desember 2019
Veður skaplegt á Vopnafirði. - 03. desember 2019
Hiti í byrjun aðventu - 28. nóvember 2019
Síðustu geislar sólar þetta árið. - 23. nóvember 2019
Að veiða eða veiða ekki. - 22. nóvember 2019
Fært yfir Selá - 14. nóvember 2019
Rjúpan friðuð á Vopnafirði. - 13. nóvember 2019
1800 tonn af fiskmjöli send í pokum frá Vopnafirði til Canada. - 22. september 2016
Venus aflahæsta skip flotans - 05. júní 2016
Gleðilegan Sjómannadag. - 18. mars 2016
Árshátið Vopnafjarðarskóla 2016 - 31. janúar 2016
Unglingadeild Vopna - 03. október 2015
Tveir í "slipp" - 26. ágúst 2015
Skjólfjörur í Vopnafirði - 07. ágúst 2015
Leifarnar af göngubrúnni teknar niður.