Valmynd

K÷nnunin

Ve­urstofa ═slands

Vegager­in

DŠgradv÷l

Fyrsti heimaleikur Einherja Ý 5 ßr fˇr 10-0

Í dag mættust lið Einherja og Boltafélags Norðfjarðar í rokinu á Vopnafjarðarvelli. Leikurinn var í 1. umferð VISA-bikarsins og jafnframt fyrsti heimaleikur Einherja í 5 ár. Það sást að Vopnfirðinga hefur þyrst í að sjá alvöru Íslandsmótsfótbolta allan þennan tíma því það var mjög vel mætt á leikinn. Leikurinn fór nokkuð rólega af stað en þó hafði Einherji yfirhöndina fyrstu mínúturnar. Á 14 mínútu kom svo fyrsta markið eftir klafs í teignum og var það Elmar sem skoraði. Þar með var ekki aftur snúið, þó svo að BN hafi átt 1-2 færi í leiknum og m.a. skotið í slá beint úr hornspyrnu. Þrátt fyrir stanslausa sókn og nokkur færi kom næsta mark ekki fyrr en á 32 mínútu þegar Donni skoraði eitt af sínum 2 mörkum úr vítum í fyrri hálfleik. Stuttu síðar skoraði Elmar fallegt mark og mínútu síðar setti Smári´ann þegar hann bombaði boltanum frá miðju og markvörður BN gerði sig sekan um slæm mistök. Staðan í hálfleik, 5-01

Í seinni hálfleik var ekki slakað á og Einherji sótti og sótti.Donni skoraði 2 mörk úr fallegum skotum á 50 og 79. mínútu. Daði skoraði gott mark á 53. mínútu. Næst var komið að Arnari Geir sem kláraði færið sitt vel og síðast en ekki síst setti Helgi mark þegar hann fylgdi eftir góðu skoti sem markmaður BN náði ekki að halda.

Leikurinn var einstefna frá upphafi til enda. Ekki er þó víst að þetta hefði verið svona auðvelt ef BN hefðu mætt með fullskipað lið! Þeir mættu einungis með 10 leikmenn til leiks. Menn voru eðlilega gráðugir í að skora og grunar undirritaðan að sóknarleikur Einherja gæti orðið skæður í sumar. Erfitt er að velja mann leiksins og voru flestir að spila mjög vel, þrátt fyrir smá kæruleysi á köflum. Stórglæsilegur sigur og vonandi rífur þetta upp sjálfstraustið í hópnum, eftir að hafa tapað illa í fyrsta leik

RSS

25.10.2020 | Enski boltinn

Gylfi ber fyrirli­abandi­

Enski
Enski
Gylfi١r Sigur­sson er Ý byrjunarli­i Everton sem heimsŠkir Southampton Ý ensku ˙rvalsdeildinni Ý knattspyrnu klukkan 14 Ý dag. Ůe...
Fleiri blogg

FrÚttaveiturVefumsjˇn