Friðrik Ómar heimsækir Austurland
Söngvarinn
Friðrik Ómar heimsækir Austurland í tónleikaferð sinni um landið sem
hefst nú í vikunni.
Friðrik þarf vart að kynna en þessi 26 ára gamli söngvari hefur skipað
sér í röð fremstu söngvara landsins á örskömmum tíma.
Þetta er í fyrsta sinn sem Friðrik fer eins síns liðs um landið en hann
hefur áður sungið með Guðrúnu Gunnarsdóttur og fylgt eftir
þrem gullplötum þeirra sl. ár með því að syngja í kirkjum landsins. Að
þessu sinni er það Grétar Örvarsson sem leikur undir á píanó og á
efnisskránni
eru meðal annars lög sem Vilhjálmur Vilhjálmsson gerði vinsæl og fleiri
þekkt dægurlög sem Friðrik hefur gaman af að flytja.
Allir tónleikarnir hefjast kl. 20:30 og eru
miðar aðeins seldir við innganginn. Miðaverð er 1500.-
"Ég hlakka mikið
til að koma austur. Fyrir utan hvað er fallegt þarna þá hef ég td.
aldrei sungið á Eskifirði eða Höfn í Hornafirði. Ég söng á Seyðisfirði
með
Guðrúnu í fyrra og líkaði rosalega vel við Bláu Kirkjuna og hlakka mikið
til að hefja tónleikaferðina þar. Vopnfirðingar eru mér að góðu kunnir
en þar fékk ég fyrst greitt
fyrir að syngja 14 ára gamall. Síðan þá hef ég oft komið þangað og
skemmt Vopnfirðingum og nærsveitarmönnum" segir Friðrik Ómar.
"
Ég get lofað þægilegri stund fyrir alla aldurshópa og góð lög
sem allir þekkja munu hljóma í hugljúfum útsetningum og kannski eitthvað
eurovision líka, hver veit?" segir Friðrik og hlær.
16. sept: Bláa Kirkjan, Seyðisfirði
17. sept:
Félagsheimilið Mikligarður, Vopnafirði
18. sept: Kirkju- og
menningarmiðstöðin Eskifirði
19. sept:
Hafnarkirkja, Höfn í Hornafirði
Fleiri fréttir
- 13. desember 2019
Mikil vinna við að koma rafmangi á að nýju á norðausturlandi. - 11. desember 2019
Veður skaplegt á Vopnafirði. - 03. desember 2019
Hiti í byrjun aðventu - 28. nóvember 2019
Síðustu geislar sólar þetta árið. - 23. nóvember 2019
Að veiða eða veiða ekki. - 22. nóvember 2019
Fært yfir Selá - 14. nóvember 2019
Rjúpan friðuð á Vopnafirði. - 13. nóvember 2019
1800 tonn af fiskmjöli send í pokum frá Vopnafirði til Canada. - 22. september 2016
Venus aflahæsta skip flotans - 05. júní 2016
Gleðilegan Sjómannadag. - 18. mars 2016
Árshátið Vopnafjarðarskóla 2016 - 31. janúar 2016
Unglingadeild Vopna - 03. október 2015
Tveir í "slipp" - 26. ágúst 2015
Skjólfjörur í Vopnafirði - 07. ágúst 2015
Leifarnar af göngubrúnni teknar niður.