Fjölmenn æskulýðsmessa gleðinnar
Um 150 manns voru samankomin í Vopnafjarðarkirku í gær en messan var undirbúin af unglingunum í æskulýðsfélaginu Kýros á Vopnafirði. Þau stóðu einnig fyrir kaffisölu eftir messu til styrktar hjálparstarfi í þágu þrælabarna á Indlandi. Söfnuðst 65 þúsund krónur, en frítt var fyrir börnin. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem unga fólkið í kirkjunni á Vopnafirði lætur til sín taka með stuðningi við Hjálparstarf kirkjunnar.
Undirbúningur fyrir messuna núna og kaffisöluna hefur staðið yfir í nokkurn tíma, en á laugardag og sunnudag var bakað og safnaðarheimilið og kirkjan skreytt í tilefni dagsins með brosköllum, blöðrum og litríkum borðum, en þema messunnar var „Gerið gleði mína fullkomna" (Fil. 2.2)þ Messan var með nýstárlegu sniði með áherslu á fjölbreyttni í tónlistar-og leikatriðum á léttum nótum með gleðina í fyrirrúmi, þar sem margir komu fram ásamt kirkju-og barnakórnum.
Undanfarin ár hafa unglingarnir í æskulýðsfélagi Hofsprestkalls - Kýros - á Vopnafirði vakið athygli fyrir frumkvæði og dugnað. Þar stendur hæst Vinavikan á haustin.
Með framtakinu finna unglingarnir, að þau geta haft áhrif til góðs með með því að láta til sína taka, auðgað mannlífið á Vopnafirði og glætt von um betri heim og bjarta framtíð.
Myndir tók Magnús Már Þorvaldsson
Fleiri fréttir
- 13. desember 2019
Mikil vinna við að koma rafmangi á að nýju á norðausturlandi. - 11. desember 2019
Veður skaplegt á Vopnafirði. - 03. desember 2019
Hiti í byrjun aðventu - 28. nóvember 2019
Síðustu geislar sólar þetta árið. - 23. nóvember 2019
Að veiða eða veiða ekki. - 22. nóvember 2019
Fært yfir Selá - 14. nóvember 2019
Rjúpan friðuð á Vopnafirði. - 13. nóvember 2019
1800 tonn af fiskmjöli send í pokum frá Vopnafirði til Canada. - 22. september 2016
Venus aflahæsta skip flotans - 05. júní 2016
Gleðilegan Sjómannadag. - 18. mars 2016
Árshátið Vopnafjarðarskóla 2016 - 31. janúar 2016
Unglingadeild Vopna - 03. október 2015
Tveir í "slipp" - 26. ágúst 2015
Skjólfjörur í Vopnafirði - 07. ágúst 2015
Leifarnar af göngubrúnni teknar niður.