Valmynd

Könnunin

Veðurstofa Íslands

Vegagerðin

Dægradvöl

Farið upp á Smjörvatnsheiði

Á milli hátíða fóru nokkrir félagar í björgunarsveitinni Vopna upp að Vaðlabúð á Smjörvatnsheiði til að færa búnað úr gamla skýlinu í það nýja sem Síminn og Minjavernd reistu í fyrra. Húsið verður því ólæst til reynslu en ef það gengur ekki vel þá verður lyklaboxi komið fyrir utaná og húsinu læst. Neyðartalstöð, gas til hitunar og neyðarfæði er í húsinu og er hægt að kalla eftir hjálp í gegnum Nesradío á rás 16 en einnig er gsm samband eina þrjá metra suðaustur af húsinu. Þeir sem ætla að gista í húsinu verða að gera það í samráði við Björgunarsveitina Vopna en hún er með húsið til umsjónar. Ekki hefur verið ákveðið með gistigjöld en þau verða líklega álíka og hjá 4x4 í hinum símahúsunum.

RSS

25.10.2020 | Enski boltinn

Gylfi ber fyrirliðabandið

Enski
Enski
GylfiÞór Sigurðsson er í byrjunarliði Everton sem heimsækir Southampton í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu klukkan 14 í dag. Þe...
Fleiri blogg

Fréttaveitur



Vefumsjón