Valmynd

Könnunin

Vešurstofa Ķslands

Vegageršin

Dęgradvöl

Enn eru kindur aš finnast į heišum.

« 1 af 3 »
Bændur eru enn að heimta fé úr Vopnfirskum heiðum en þeir bræður frá Hróaldstöðum hafa verið að leita að fé norður í Miðfjarðardrögum síðan vetur konungur skall á með fannfergi og kulda. Enn vantar þeim um 50 kindur sem ekki hafa skilað sér. Á mánudaginn var fundu þeir sjö kindur sem húktu í snjónum en tófan var búin að drepa eina, búin að éta af henni andlitið og fara aftan í hana líka, ekki góður dauðdagi það. Settu þeir þrjár af þeim sex sem lifðu á sleða og fluttu niður að bæ en af því að þeir urðu dagþrota þá var ákveðið að fara daginn efir hinum þremur. Þegar þeir voru komnir norður í Miðfjardrög þar sem kindurnar húktu enn skall á þá leiðinda veður og gerðu þeir ekki betur en að komast í Dragakofa sem er á milli Kistufells og fremri Hágangs. Þar dvöldu þeir í nótt matarlitlir en þegar ljóst var að veðrið ætlaði ekki að lagast báðu þeir um hjálp til að komast til byggða og var farið á tveimur vélsleðum til hjálpar. Gekk sú ferð vel í alla staði þrátt fyrir að veður og skyggni hafi ekki verið upp á marga fiska, og líklega hafa kindurnar sem sóttar voru verið fegnar að hitta stöllur sínar í fjárhúsinu og vera lausar undan árásum rebba.
Hér er smá myndband.

RSS

25.10.2020 | Enski boltinn

Gylfi ber fyrirlišabandiš

Enski
Enski
GylfiŽór Siguršsson er ķ byrjunarliši Everton sem heimsękir Southampton ķ ensku śrvalsdeildinni ķ knattspyrnu klukkan 14 ķ dag. Že...
Fleiri blogg

FréttaveiturVefumsjón