Valmynd

K÷nnunin

Ve­urstofa ═slands

Vegager­in

DŠgradv÷l

EldvarnarfrŠ­sla Ý Vopnafjar­arskˇla

Um daginn fór Björn H. Sigurbjörnsson ásamt Jóni Sigurðarsyni varðstjóra slökkviliðs Vopnafjarðar í heimsókn í 3. bekk Vopnafjarðarskóla með eldvarnarfræðslu fyrir bekkinn. Er þetta liður í forvarnarátaki Landssambands slökkviliðs og sjúkraflutningsmanna sem haldið er ár hvert. Farið er yfir þær hættur sem geta stafað af logandi ljósum og kertum. Mikilvægi þess að vera með reykskynjara, slökkvitæki og eldvarnarteppi á heimilinu. Minnt er á að reykskynjarar ganga fyrir rafhlöðu sem þarf að skipta um að lágmarki einu sinni á ári.

Einnig fá krakkanir eldvarnargetraun sem þau fara með heim og vinna með foreldrum. Svarblaðið er síðan sent til LSS þar sem það er sett í pott sem vinningshafar eru dregnir út. Vonandi verðum við með vinningshafa hér á Vopnafirði.

Heimasíða slökkviliðsins http://www.123.is/slokkvilid/

RSS

24.10.2017 | Faxagengi­

Vopni.

Faxi RE 9
Faxi RE 9
Góðan og blessaðan daginn lesendur góðir. Heldur lítið að frétta af Faxanum en eft...
Fleiri blogg
Augnablik... Loading...
Vefumsjˇn