Valmynd

Könnunin

Vešurstofa Ķslands

Vegageršin

Dęgradvöl

„Ég tįrašist af gleši“ Kęrleiksmaražoni lokiš.

„Söngurinn var svo fallegur að ég táraðist af gleði," sagði fullorðinn kirkjugestur eftir vinamessu í Vopnafjarðarkirkju í dag. Þar sungu unglingarnar lagið „Hjálpum þeim" sem þau höfðu æft undir stjórn organistans.

Unglingarnir í Vopnafjarðarkirkju stóðu í ströngu í dag með því að setja punktinn yfir Vinavikunna 2011 á Vopnafirði með svokölluðu kærleiksmaraþoni. Þar voru hendur látna standa fram úr ermum. Vopnfirðingar fjölmenntu í kirkjuna og þáðu veitingar sem unglingarnir buðu upp á. Einnig gengu þau í öll hús á Vopnafirði og buðu fram aðstoð sína við heimilisverkin.

Vopnfirðingar voru örlátir í stuðningi sínum við kærleiksframtak unglinganna og söfnuðust yfir 300.000 kr. í frjálsum framlögum, sem varið verður til þess að styrkja ferð æskulýðsfélagsins á Landsmót æskulýðsfélaga kirkjunnar á Selfossi og til styrktar munaðarlausum börnum í Japan.

Kærleiksmaraþoninu lauk með Vinamessu í Vopnafjarðarkirkju. Þar voru samankomin á annað hundrað manns og unglingarnir stóðu fyrir helgihaldinu, þar með töldum kirkjusöngnum, ásamt sóknarpresti.

Eftir messuna var pítsuveisla í safnaðarheimilinu og svo lauk dagskránni með flugeldasýningu. Minnast menn þess ekki að messulok hafi farið fram með slíkum hætti.

Um 30 unglingar taka virkan þátt í æskulýðsstarfi kirkjunnar á Vopnafirði.

RSS

25.10.2020 | Enski boltinn

Gylfi ber fyrirlišabandiš

Enski
Enski
GylfiŽór Siguršsson er ķ byrjunarliši Everton sem heimsękir Southampton ķ ensku śrvalsdeildinni ķ knattspyrnu klukkan 14 ķ dag. Že...
Fleiri blogg

FréttaveiturVefumsjón