Brekkubær fær afhentan Grænfánann
Grænfáninn er viðurkenning fyrir markvissa umhverfisstefnu og er alþjóðlegt verkefni, sem nýtur virðingar víða í Evrópu, sem tákn um árangursríka fræðslu og umhverfisstefnu í skólum. Að vera skóli á grænni grein er verkefni sem stuðlar að því að efla vitund nemenda, kennara og annarra starfsmanna skóla um umhverfismál. Leikskólar og skólar fá Grænfána á tveggja ára fresti. Þurfa skólarnir að setja sér ný markmið eftir hverja afhendingu svo þeir fái fánanum haldið áfram. Afhending hans er staðfesting á því að innan skólans sé unnið vel að umhverfismennt og umhverfismálum. Hrafnhildur Ævarsdóttir er verkefnastjóri og sá um að innleiða þetta verkefni. Hún hefur unnið verkefnið ásamt fleiri starfsmönnum með góðum árangri, samanber viðurkenningin. Það verða svo fulltrúar Landverndar sem munu afhenda börnunum Grænfánann. Að afhendingu lokinni verður foreldrafélagðið með sumargleði, þar sem grillaðar verða pylsur ásamt fleiru skemmtilegu sem verður í boði. Vonumst við til að sjá sem flesta foreldra og nemendur í sumarskapi.
Leikskólinn Brekkubær fær afhentan Grænfánann fimmtudaginn 23. júní kl. 16:15.
Leikskólinn Brekkubær fær afhentan Grænfánann fimmtudaginn 23. júní kl. 16:15.
Fleiri fréttir
- 14. nóvember 2019
Rjúpan friðuð á Vopnafirði. - 13. nóvember 2019
1800 tonn af fiskmjöli send í pokum frá Vopnafirði til Canada. - 22. september 2016
Venus aflahæsta skip flotans - 05. júní 2016
Gleðilegan Sjómannadag. - 18. mars 2016
Árshátið Vopnafjarðarskóla 2016 - 31. janúar 2016
Unglingadeild Vopna - 03. október 2015
Tveir í "slipp" - 26. ágúst 2015
Skjólfjörur í Vopnafirði - 07. ágúst 2015
Leifarnar af göngubrúnni teknar niður. - 05. ágúst 2015
Allt á floti - 28. apríl 2015
Karlakór Dalvíkur á Vopnafirði 1. maí - 29. mars 2015
Áshátíð Vopnafjarðarskóla 2015 - 01. janúar 2015
Gleðilegt árið - 09. desember 2014
Minkahús við Hrísa eyðilagðist í miklu roki í nótt - 24. september 2014
Í réttu ljósi.
RSS
12.12.2019 | Enski boltinn
Á leið í læknisskoðun hjá Liverpool
Takumi Minamino erá leið í læknisskoðun hjá enska knattspyrnufélaginu Liverpool en það eru enskir fjölmiðlar sem greina frá þessu ...