Bíll útaf á Hellisheiði.
Í gær var björgunarsveitin Vopni fengin til að aðstoða erlenda ferðamenn sem höfðu misst bílinn sinn útaf á Hellisheiði Eystri vegna hálku. Var bíllinn dreginn með spili upp á veginn aftur og síðan var settur spotti á milli bílsins og björgunartækis sem hékk í bílnum á leið niður heiðina en hálkan var það mikil að bíllinn tolldi ekki á veginum öðruvísi. Töluverður snjór var á heiðinni og hún auglýst ófær sem og hún var en það var alla vega lítið sumarlegt um að lítast þarna í gær. Nú er verið er að ryðja Hellisheiði og ætti hún að vera fær fyrir hádegi en vert er að benda fólki á vef Vegagerðarinnar eða hringja í síma 1777 ef fólk ætlar að fara yfir heiðina.
Fleiri fréttir
- 26. ágúst 2015
Skjólfjörur í Vopnafirði - 07. ágúst 2015
Leifarnar af göngubrúnni teknar niður. - 05. ágúst 2015
Allt á floti - 28. apríl 2015
Karlakór Dalvíkur á Vopnafirði 1. maí - 29. mars 2015
Áshátíð Vopnafjarðarskóla 2015 - 01. janúar 2015
Gleðilegt árið - 09. desember 2014
Minkahús við Hrísa eyðilagðist í miklu roki í nótt - 24. september 2014
Í réttu ljósi. - 24. september 2014
Býr til mat fyrir tugþúsundir á hverjum degi. - 24. september 2014
Gangstéttar lagðar. - 20. september 2014
Loftgæði á Vopnafirði. - 12. september 2014
Mengun frá Holuhrauni - 05. ágúst 2014
Hugleiðingar um Selárlaug - 23. maí 2014
Krabbameinsleit hjá konum dagana 04. - 05. júní næstkomandi í samstarfi við Krabbameinsfélag Íslands. - 17. maí 2014
Á flæðiskeri staddar.